Enski boltinn

Upphitun: Liverpool heimsækir St. Mary's þar sem gengið hefur illa undanfarin ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sex umferðir eru eftir af enska boltanum og í kvöld hefst 33. umferðin. Það er rosaleg spenna; á toppi, um Meistaradeildarsæti og í kringum síðasta fallsætið.

Umferðin fer af stað í kvöld er Liverpool heimsækir Southampton. Liverpool er stigi á eftir Manchester City en hefur ekkert gengið alltof vel á St. Mary's undanfarin ár.

Southampton hefur unnið fimm af síðustu tíu leikjum liðanna á vellinum og það er einungis grannar Liverpool, Everton, sem hafa tapað fleiri leikjum á St. Mary's, eða sex talsins.

Liverpool getur verið á toppnum eftir helgina því Manchester City spilar ekki í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir spila í enska bikarnum.

Alla leiki helgarinnar má sjá hér að neðan.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:

19.00 Southampton - Liverpool (Í beinni á Stöð 2 Sport)

Laugardagur:

14.00 Bournemouth - Burnley

14.00 Huddersfield - Leicester

14.00 Newcastle - Crystal Palace

Sunnudagur:

13.05 Everton - Arsenal (Í beinni á Stöð 2 Sport)

Mánudagur:

19.00 Chelsea - West Ham (Í beinni á Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×