Enski boltinn

Higuaín kveðst ánægður hjá Chelsea og vill vera áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Higuaín lék á Ítalíu áður en hann kom til Chelsea.
Higuaín lék á Ítalíu áður en hann kom til Chelsea. vísir/getty
Gonzalo Higuaín vill vera áfram hjá Chelsea. Argentínski framherjinn kom til enska félagsins á láni frá AC Milan í janúarglugganum. Higuaín hefur skorað þrjú í ellefu leikjum fyrir Chelsea í öllum keppnum.

„Ég vil gera eins vel og ég get svo ég geti verið hérna áfram,“ sagði Higuaín í samtali við heimasíðu Chelsea.

„Þetta er góð borg og aðstæðurnar eru fínar. Þú getur verið afslappaður en jafnframt notið þín. Minn vilji er að halda kyrru fyrir hjá Chelsea,“ bætti Argentínumaðurinn við.

Chelsea á möguleika á að kaupa Higuaín fyrir rúma 31 milljón punda eða framlengja lánssamninginn til 2020. Það myndi kosta félagið tæpar 16 milljónir punda.

„Ég er ánæður hérna. Það er alltaf gaman að reyna fyrir sér í öðrum deildum,“ sagði hinn 31 árs Higuaín. „Ég er að aðlagast en ég vonast til að klára tímabilið af krafti. Besta sem við getum gert er að tryggja okkur Meistaradeildarsæti og vonandi vinnum við Evrópudeildina líka.“

Nú stendur yfir leikur Chelsea og West Ham í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge. Með sigri kemst Chelsea upp í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×