Enski boltinn

Guardiola vildi ekki reita Pochettino til reiði: „Tottenham meira en bara Kane“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola á æfingu City í dag.
Guardiola á æfingu City í dag. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Tottenham-liðið sé meira en bara framherjinn Harry Kane. City og Tottenham mætast í Meistaradeildinni í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitunum.

Guardiola var ekki vinsælasti maðurinn innan herbúða Tottenham er hann sagði árið 2017 að Tottenham væri liðið hans Harry Kane. Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, sendi Spánverjanum pillu og var ekki sáttur með hann.

„Nei, ég get ekki sagt það eða Mauricio verður reiður út í mig. Ég vil það ekki,“ sagði Guardiola aðspurður um hvort að Tottenham væri enn bara eins manns lið.

„Ég held að kollegar munir misskildu mig á þessum tímapunkti. Kane hafði skorað átta mörk í síðustu þremur til fimm leikjum á þessum tímapunkti og það var þess vegna sem ég sagði þetta.“

„Ég veit að Tottenham er ekki bara Harry Kane. Ekki núna, ekki fyrir tveimur árum og ekki fyrir einu ári heldur. Liðið er sterkt og er með fullt af hæfileikum. Þeir eru góðir í sinni uppbyggingu, föstu leikatriðunum og þeir eru með ótrúlegt lið.“

„Hann er nían í enska landsliðinu. Hann er ótrúlegur framherji og hann hefur allt; hægri, vinstri, hreyfingar, hann heldur boltanum og er klókur. Þegar hann er í teignum gerir hann allt. Hann er nútímaframherji en auðvitað er þetta ekk bara Harry Kane í Tottenham,“ sagði Guardiola.

Leikur City og Tottenham verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Sportinu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×