Enski boltinn

Sjáðu snilldina hjá Eden Hazard á Brúnni í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eden Hazard fagnar öðru marka sinna í gærkvöldi.
Eden Hazard fagnar öðru marka sinna í gærkvöldi. AP/Frank Augstein
Eden Hazard sýndi sínar bestu hliðar á Stamford Bridge í gær þegar Chelsea vann 2-0 sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni og komst aftur upp í þriðja sæti deildarinnar.

Eden Hazard skoraði bæði mörk Chelsea-liðsins í leiknum en menn verða lengi að tala um fyrra markið hans.

Hazard lék á fimm varnarmenn West Ham áður en hann skoraði að yfirvegun framhjá  Lukasz Fabianski markverði.

Hazard bætti síðan við öðru marki undir lokin.

Eftir leikinn voru sumir knattspyrnusérfræðingar að tala um að Eden Hazard væri of góður fyrir Chelsea og ætti að vera spila fyrir lið eins og Barcelona eða Real Madrid.

Hazard hefur alls komið með beinum hætti að 28 mörkum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni, skoraði 16 mörk sjálfur og gefið 12 stoðsendingar að auki.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin hans frá því á Brúnni í gærkvöldi.



Klippa: FT Chelsea 2 - 0 West Ham



Fleiri fréttir

Sjá meira


×