Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 16:44 William Barr, dómsmálaráðherra, tók ákvörðun um að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Hann metur nú hvort að ritskoða þurfi hluta skýrslu Mueller. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að skýrslan sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá, skilaði ráðuneytinu sé yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd. Óljóst er hversu stór hluti hennar verður gerður opinber. Mueller skilaði skýrslunni um rannsókn sína sem hann stýrði í tæp tvö ár til Williams Barr, dómsmálaráðherra, á laugardag. Barr afhenti Bandaríkjaþingi fjögurra blaðsíðan samantekt um niðurstöður Mueller á sunnudag. Að sögn Barr sýndi Mueller ekki fram á að forsetaframboð Trump hefði lagt á ráðin með útsendurum rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir þremur árum. Mueller hafi ekki tekið ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, ákváðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Trump skipaði þá báða í embætti.New York Times segir að lengd skýrslunnar, sem Barr vék ekki að í samantekt sinni til þingsins, bendi til þess að Mueller hafi gengið mun lengra en lágmarkskröfur dómsmálaráðuneytisins um samantekt sérstakra rannsakenda kveði á um. Til samanburðar nefnir blaðið að lokaskýrsla sérstaka saksóknarans í Watergate-málinu hafi verið 62 blaðsíður. Mueller-skýrslan er þó nokkuð styttri en skýrsla Kenneth Starr sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, á 10. áratugnum. Þingmenn hafa enn ekki fengið aðgang að skýrslu Mueller. Dómsmálaráðherrann fer enn yfir hana og skoðar hvort hann telji ástæðu til þess að halda eftir hluta hennar sem ekki megi vera opinber. Hann hefur sagt að það taki vikur að fara yfir skýrsluna. Repúblikanar og Trump sjálfur hafa vísað til samantektar Barr og fullyrt að skýrsla Mueller sanni algert sakleysi forsetans. Demókratar krefjast þess aftur á móti að fá aðgang að skýrslunni í heild sinni og öllum þeim gögnum sem Mueller studdist við í rannsókn sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að skýrslan sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá, skilaði ráðuneytinu sé yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd. Óljóst er hversu stór hluti hennar verður gerður opinber. Mueller skilaði skýrslunni um rannsókn sína sem hann stýrði í tæp tvö ár til Williams Barr, dómsmálaráðherra, á laugardag. Barr afhenti Bandaríkjaþingi fjögurra blaðsíðan samantekt um niðurstöður Mueller á sunnudag. Að sögn Barr sýndi Mueller ekki fram á að forsetaframboð Trump hefði lagt á ráðin með útsendurum rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir þremur árum. Mueller hafi ekki tekið ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, ákváðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Trump skipaði þá báða í embætti.New York Times segir að lengd skýrslunnar, sem Barr vék ekki að í samantekt sinni til þingsins, bendi til þess að Mueller hafi gengið mun lengra en lágmarkskröfur dómsmálaráðuneytisins um samantekt sérstakra rannsakenda kveði á um. Til samanburðar nefnir blaðið að lokaskýrsla sérstaka saksóknarans í Watergate-málinu hafi verið 62 blaðsíður. Mueller-skýrslan er þó nokkuð styttri en skýrsla Kenneth Starr sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, á 10. áratugnum. Þingmenn hafa enn ekki fengið aðgang að skýrslu Mueller. Dómsmálaráðherrann fer enn yfir hana og skoðar hvort hann telji ástæðu til þess að halda eftir hluta hennar sem ekki megi vera opinber. Hann hefur sagt að það taki vikur að fara yfir skýrsluna. Repúblikanar og Trump sjálfur hafa vísað til samantektar Barr og fullyrt að skýrsla Mueller sanni algert sakleysi forsetans. Demókratar krefjast þess aftur á móti að fá aðgang að skýrslunni í heild sinni og öllum þeim gögnum sem Mueller studdist við í rannsókn sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15