Erlent

Trump beitir neitunarvaldi í fyrsta sinn í sinni valdatíð

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Alex Wong/Getty

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu á ákvörðun Bandaríkjaþings um að hafna yfirlýsingu forsetans um neyðarástand á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þetta er í fyrsta sinn í valdatíð Trumps sem hann hefur beitt neitunarvaldinu.

Repúblikanaflokkurinn, flokkur Trumps, er með sex þingmanna meirihluta í öldungadeild þingsins, en tólf Repúblikanar greiddu atkvæði með því að hafna yfirlýsingu forsetans. 59 þingmenn greiddu því atkvæði með tillögunni en 41 á móti.

Til þess að koma í veg fyrir að forsetinn geti beitt neitunarvaldi á ákvarðanir þingsins þarf hins vegar atkvæði tveggja þriðju hluta þingsins.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.