Líklegt að þingið hafni neyðarástandi Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 22:10 Donald Trump mun beita neitunarvaldi sínu hafni þingið neyðarástandsyfirlýsingu hans. Vísir/Getty Líklegt er að andstæðingar neyðarástandsyfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, takist að safna nægum atkvæðum í öldungadeild Bandaríkjaþings til þess að hafna yfirlýsingunni. Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni sem þegar hefur greitt atkvæði með því að hafna neyðarástandsyfirlýsingunni. Repúblikanar eru hins vegar í meirihluta í öldungadeildinni en minnst fjórir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir geti ekki stutt yfirlýsinguna. Það þýðir að 51 öldungardeildarþingmaður er á móti yfirlýsingunni eða meirihluti þingmanna. Trump tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi nýta hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Tilkynnti Trump að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svo hann gæti sótt fjármagn í byggingu umdeilds múrs eða girðingu á landamærunum, en þingið hefur ekki veitt honum fjármagn til þess.Sjá einnig: Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“Í umfjöllun Guardian segir að þeir þingmenn Repúblikana sem mótfallnir eru neyðarástandsyfirlýsingu Trump telji að með því traðki hann á stjórnarskrárbundnu hlutverki þingsins sem meðal annars er að úthluta fjárveitingum til framkvæmdavaldsins. Þá feli yfirlýsing Trump í sér hættulegt fordæmi sem forsetar úr röðum demókrata geti vísað í í framtíðinni.Trump hefur gefið út að hann muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að höfnun þingsins komi í veg fyrir að hann geti lýst yfir neyðarástandi. Þrátt fyrir að búið sé að safna nægu liði til þess að hafna yfirlýsingunni er talið ólíklegt að þeir muni einnig greiða atkvæði með tillögu um að koma í veg fyrir að Trump beiti neitunarvaldinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Líklegt er að andstæðingar neyðarástandsyfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, takist að safna nægum atkvæðum í öldungadeild Bandaríkjaþings til þess að hafna yfirlýsingunni. Ólíklegt er þó að nógu margir þingmenn muni greiða atkvæði með því að koma í veg fyrir neitunarvald forsetans. Demókratar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni sem þegar hefur greitt atkvæði með því að hafna neyðarástandsyfirlýsingunni. Repúblikanar eru hins vegar í meirihluta í öldungadeildinni en minnst fjórir þingmenn flokksins hafa lýst því yfir að þeir geti ekki stutt yfirlýsinguna. Það þýðir að 51 öldungardeildarþingmaður er á móti yfirlýsingunni eða meirihluti þingmanna. Trump tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi nýta hann sér ákvæði í lögum sem gerir honum kleift að sækja fjármagn í tilfell neyðarástands. Tilkynnti Trump að hann myndi lýsa yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svo hann gæti sótt fjármagn í byggingu umdeilds múrs eða girðingu á landamærunum, en þingið hefur ekki veitt honum fjármagn til þess.Sjá einnig: Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“Í umfjöllun Guardian segir að þeir þingmenn Repúblikana sem mótfallnir eru neyðarástandsyfirlýsingu Trump telji að með því traðki hann á stjórnarskrárbundnu hlutverki þingsins sem meðal annars er að úthluta fjárveitingum til framkvæmdavaldsins. Þá feli yfirlýsing Trump í sér hættulegt fordæmi sem forsetar úr röðum demókrata geti vísað í í framtíðinni.Trump hefur gefið út að hann muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að höfnun þingsins komi í veg fyrir að hann geti lýst yfir neyðarástandi. Þrátt fyrir að búið sé að safna nægu liði til þess að hafna yfirlýsingunni er talið ólíklegt að þeir muni einnig greiða atkvæði með tillögu um að koma í veg fyrir að Trump beiti neitunarvaldinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56 Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Sextán ríki kæra neyðarástand Trump Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi. 19. febrúar 2019 06:56
Sagði andstæðinga reyna að steypa sér af stóli með „kjaftæði“ Trump forseti lét móðan mása í rúmlega tveggja klukkustunda langri ræðu á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna í gær. 3. mars 2019 08:50
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30