Johnson vill kosningar í desember Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. október 2019 17:30 Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Hin væntanlega frestun er til komin vegna þess að breska þingið samþykkti frumvarp um að forsætisráðherra væri skuldbundinn til þess að biðja um slíkt, næði hann ekki samningi í gegnum þingið í síðasta lagi síðasta laugardag. Og þótt samningar hafi náðst í síðustu viku tókst Boris Johnson forsætisráðherra ekki að koma plagginu í gegnum þingið. Bað hann því um frestun, þvert gegn vilja sínum. Ursula Von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í dag að það hljómaði vel að fresta útgöngu. „Í fyrsta lagi þá lítur spurningin um að fresta útgöngu vel út. Í öðru lagi þá er ekki búið að útkljá seinni spurninguna, sem snýst um lengd frestunarinnar.“ Búist er við því að útgöngu verði frestað um þrjá mánuði. Breska þingið hafnaði í vikunni tillögu Johnsons að áætlun um að klára umræður um útgöngusamninginn í tæka tíð fyrir settan útgöngudag, 31. október. Forsætisráðherrann ætlar sér að leggja fram tillögu um að boða til kosninga á mánudag. Kosningarnar myndu fara fram þann 12. desember ef þing samþykkir en þingmenn hafa hafnað fyrri tillögum Johnsons um kosningar. Hafa fyrst viljað tryggja að samningslaus útganga sé ekki á borðinu. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Enn einn steinninn lagður í Brexit-götu Johnsons Breska þingið hafnaði rétt í þessu tillögu ríkisstjórnarinnar um að ráðstafa næstu þremur dögum í að klára umræðu um nýjan útgöngusamning. 22. október 2019 19:27 Vill nýjar kosningar verði Brexit frestað enn og aftur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að sækjast eftir nýjum þingkosningum ef forsvarsmenn Evrópusambandsins samþykkja að fresta úrgöngu Bretlands til loka janúar. 23. október 2019 09:56 Útlit fyrir að ESB samþykki frestun Útlit er fyrir að Evrópusambandið samþykki beiðni Bretlandsstjórnar um að fresta útgöngu. Forsætisráðherra Breta vill þó enga frestun fá. 23. október 2019 18:45 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Búist er við því að Evrópusambandið samþykki á morgun að fresta útgöngu Bretlands um þrjá mánuði. Hin væntanlega frestun er til komin vegna þess að breska þingið samþykkti frumvarp um að forsætisráðherra væri skuldbundinn til þess að biðja um slíkt, næði hann ekki samningi í gegnum þingið í síðasta lagi síðasta laugardag. Og þótt samningar hafi náðst í síðustu viku tókst Boris Johnson forsætisráðherra ekki að koma plagginu í gegnum þingið. Bað hann því um frestun, þvert gegn vilja sínum. Ursula Von der Leyen, verðandi forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í dag að það hljómaði vel að fresta útgöngu. „Í fyrsta lagi þá lítur spurningin um að fresta útgöngu vel út. Í öðru lagi þá er ekki búið að útkljá seinni spurninguna, sem snýst um lengd frestunarinnar.“ Búist er við því að útgöngu verði frestað um þrjá mánuði. Breska þingið hafnaði í vikunni tillögu Johnsons að áætlun um að klára umræður um útgöngusamninginn í tæka tíð fyrir settan útgöngudag, 31. október. Forsætisráðherrann ætlar sér að leggja fram tillögu um að boða til kosninga á mánudag. Kosningarnar myndu fara fram þann 12. desember ef þing samþykkir en þingmenn hafa hafnað fyrri tillögum Johnsons um kosningar. Hafa fyrst viljað tryggja að samningslaus útganga sé ekki á borðinu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Enn einn steinninn lagður í Brexit-götu Johnsons Breska þingið hafnaði rétt í þessu tillögu ríkisstjórnarinnar um að ráðstafa næstu þremur dögum í að klára umræðu um nýjan útgöngusamning. 22. október 2019 19:27 Vill nýjar kosningar verði Brexit frestað enn og aftur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að sækjast eftir nýjum þingkosningum ef forsvarsmenn Evrópusambandsins samþykkja að fresta úrgöngu Bretlands til loka janúar. 23. október 2019 09:56 Útlit fyrir að ESB samþykki frestun Útlit er fyrir að Evrópusambandið samþykki beiðni Bretlandsstjórnar um að fresta útgöngu. Forsætisráðherra Breta vill þó enga frestun fá. 23. október 2019 18:45 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Enn einn steinninn lagður í Brexit-götu Johnsons Breska þingið hafnaði rétt í þessu tillögu ríkisstjórnarinnar um að ráðstafa næstu þremur dögum í að klára umræðu um nýjan útgöngusamning. 22. október 2019 19:27
Vill nýjar kosningar verði Brexit frestað enn og aftur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að sækjast eftir nýjum þingkosningum ef forsvarsmenn Evrópusambandsins samþykkja að fresta úrgöngu Bretlands til loka janúar. 23. október 2019 09:56
Útlit fyrir að ESB samþykki frestun Útlit er fyrir að Evrópusambandið samþykki beiðni Bretlandsstjórnar um að fresta útgöngu. Forsætisráðherra Breta vill þó enga frestun fá. 23. október 2019 18:45