Erlent

Vill nýjar kosningar verði Brexit frestað enn og aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AP/Jessica Taylor
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að sækjast eftir nýjum þingkosningum ef forsvarsmenn Evrópusambandsins samþykkja að fresta úrgöngu Bretlands til loka janúar. Breska þingið hafnaði í gær tillögur ríkisstjórnar Johnson um að ráðstafa næstu þremur dögum í að klára umræðu um nýjan útgöngusamning.Því er það nú ESB að ákveða hvort Bretar fái enn eina framlenginguna þar sem þingið hafði í raun skuldbundið Johnson til að krefjast frekari frestar, sem hann vill ekki. Að óbreyttu verður af Brexit þann 31. október og þá án samnings.Þrátt fyrir að Johnson muni sækjast eftir nýjum kosningum, verði Bretum gefinn frestur, þarf meira til að halda nýjar kosningar. Til að boða til kosninga þarf meirihluta á þingi. Stjórnarandstaðan hefur lýst því yfir að engar kosningar verði haldnar fyrr en búið sé að útiloka Brexit án samnings þann 31. október.Verði gefinn frestur er mögulegt að þingmenn séu til í kosningar til að reyna að leysa úr þeirri flækju sem bresk stjórnmál virðast í í dag.Sky News segir útlit fyrir að ESB muni samþykkja að fresta Brexit. Donald Trusk, formaður framkvæmdastjórnar ESB, hefur lagt til að sú frestun verði til 31. janúar eða þar til samningur verður gerður.

 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar

Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.