Útlit fyrir að ESB samþykki frestun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. október 2019 18:45 Johnson var ósáttur á breska þinginu í dag. AP/Jessica Taylor Eins og svo oft áður ríkir algjör óvissa í útgöngumálinu. Næstu skref Boris Johnson forsætisráðherra eru óljós, ekki er víst hver framtíð útgöngusamningsins er og ekki er öruggt að Evrópusambandið samþykki bón Breta um að fresta útgöngu. Enn sem komið er eiga Bretar að ganga út þann 31. október. Johnson neyddist hins vegar til að biðja um frest þar sem þingið neitaði því að samþykkja samning hans á laugardaginn en vonast samt sem áður til þess að hægt sé að halda í settan útgöngudag. Þingið felldi í gær tillögu Johnson-stjórnarinnar að áætlun næstu daga sem miðaði að því að klára málið í tæka tíð. Gærdagurinn var þó ekki alfarið slæmur fyrir stjórnina en samþykkt var að halda áfram umræðum um plaggið. Johnson-stjórnin hyggst beita sér fyrir nýjum kosningum ef ESB samþykkir beiðni hennar um þriggja mánaða frestun. Forsætisráðherrann hafði þetta að segja á þinginu í dag: „Ég efast um að landsmenn vilji frestun. Ég vil enga frestun. Ég ætla mér að halda áfram en ég óttast um að við þurfum nú að bíða eftir því að vinir okkar í ESB ákveði þetta fyrir okkur.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagðist í dag ætla að beita sér fyrir samþykkt beiðninnar. Leiðtogi evrópsku samninganefndarinnar tók ekki jafnskýra afstöðu. „Fyrst og fremst er þörf á skýringum frá Bretum. Hver þeirra næstu skref verða. Það er undir Evrópusambandsríkjunum að ákveða eigin afstöðu til frestunar,“ sagði Michel Barnier. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Eins og svo oft áður ríkir algjör óvissa í útgöngumálinu. Næstu skref Boris Johnson forsætisráðherra eru óljós, ekki er víst hver framtíð útgöngusamningsins er og ekki er öruggt að Evrópusambandið samþykki bón Breta um að fresta útgöngu. Enn sem komið er eiga Bretar að ganga út þann 31. október. Johnson neyddist hins vegar til að biðja um frest þar sem þingið neitaði því að samþykkja samning hans á laugardaginn en vonast samt sem áður til þess að hægt sé að halda í settan útgöngudag. Þingið felldi í gær tillögu Johnson-stjórnarinnar að áætlun næstu daga sem miðaði að því að klára málið í tæka tíð. Gærdagurinn var þó ekki alfarið slæmur fyrir stjórnina en samþykkt var að halda áfram umræðum um plaggið. Johnson-stjórnin hyggst beita sér fyrir nýjum kosningum ef ESB samþykkir beiðni hennar um þriggja mánaða frestun. Forsætisráðherrann hafði þetta að segja á þinginu í dag: „Ég efast um að landsmenn vilji frestun. Ég vil enga frestun. Ég ætla mér að halda áfram en ég óttast um að við þurfum nú að bíða eftir því að vinir okkar í ESB ákveði þetta fyrir okkur.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagðist í dag ætla að beita sér fyrir samþykkt beiðninnar. Leiðtogi evrópsku samninganefndarinnar tók ekki jafnskýra afstöðu. „Fyrst og fremst er þörf á skýringum frá Bretum. Hver þeirra næstu skref verða. Það er undir Evrópusambandsríkjunum að ákveða eigin afstöðu til frestunar,“ sagði Michel Barnier.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira