Erfið ár eftir brotthvarf Heimis Hallgríms: Þjálfararnir koma og fara í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 13:30 Heimir Hallgrímsson. Getty/Elsa Eyjamenn hafa enn á ný þurft að skipta um þjálfara karlaliðsins síns en knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito komust í gær að samkomulagi um að ljúka samstarfi sínu. Eyjamenn hafa því farið í gegnum tólf mismunandi þjálfara á aðeins sjö og hálfu tímabili síðan þeir misstu Eyjamanninn sem hefur náð lengst í þjálfarastarfinu. Portúgalinn Pedro Hipolito var á sínu fyrsta tímabili með Eyjaliðið en hann tók við því af Kristjáni Guðmundssyni í vetur. ÍBV liðið náði aðeins fimm stigum í tíu leikjum sínum undir stjórn Hipolito í Pepsi Max deildinni. Hipolito yfirgefur ÍBV-liðið í botnsæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggi sæti. Liðin sem eru í síðustu öruggu sætunum eiga enn fremur leik inni á ÍBV sem gerir slæma stöðu Eyjamanna enn verri.Hermann Hreiðarsson þjálfarði ÍBV liðið sumarið 2013.Vísir/DaníelHeimir Hallgrímsson, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar, þjálfaði ÍBV-liðið í fimm ár eða frá 2006 til 2011. Hann hætti hjá ÍBV eftir 2011 tímabilið og gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck hjá íslenska landsliðinu. Heimir Hallgrímsson kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu sumarið 2008 og undir hans stjórn varð liðið tvisvar í þriðja sæti deildarinnar. Það þekkja allir ævintýri íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis og Lars en síðan þá hafa margir sest í þjálfarsæti ÍBV-liðsins og flestir í bara stuttan tíma.Kristján Guðmundsson vann Heimi Guðjónsson í úrslitaleik bikarkeppninnar.Vísir/VilhelmKristján Guðmundsson varð í fyrra fyrsti þjálfarinn til að þjálfa ÍBV-liðið tvo sumur í röð síðan að Heimir hætti. ÍBV varð bikarmeistari fyrra árið sitt undir stjórn Kristjáns. Á fjórum af átta tímabilum síðan að Heimir hætti hafa Eyjamenn skipt um þjálfara á miðju tímabili. Það gerðist einnig sumurin 2012, 2015 og 2016 Ian Jeffs mun taka yfir þjálfun meistaraflokks ÍBV til að byrja með en hann tók einni við liðinu ásamt Alfreð Jóhannssyni í lok 2016 tímabilsins. Alls hafa tólf menn þjálfað ÍBV-liðið þessi undanfarin átta tímabil og þetta er orðinn myndarlegur listi eins og sjá má hér fyrir neðan. Fái Ian Jeffs ekki að klára þetta tímabil verða þjálfararnir orðnir þrettán áður en tímabilið klárast.Pedro Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞjálfarar ÍBV-liðsins síðan að Heimir Hallgrímsson hætti 2011: 2012 - Magnús Gylfason (19 leikir) 2012 - Dragan Kazic (3 leikir) 2013 - Hermann Hreiðarsson (22 leikir) 2014 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson (22 leikir) 2015 - Jóhannes Harðarson (10 leikir) 2015 - Ingi Sigurðsson (2 leikir) 2015 - Ásmundur Arnarsson (10 leikir) 2016 - Bjarni Jóhannsson (15 leikir) 2016 - Ian Jeffs og Alfreð Jóhannsson (7 leikir) 2017 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2018 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2019 - Pedro Hipolito (22 leikir) 2019 - Ian Jeffs (??)Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem þjálfari ÍBV.Vísir/VilhelmMagnús Gylfason með aðstoðarmanni sínum Dragan Kazic sem síðan tók við af honum undir lok tímabilsins.Mynd/StefánJóhannes Harðarson stýrði ÍBV liðinu í hálf tímabil.vísir/vilhelmBjarni Jóhannsson fór aftur út í Eyjar en náði ekki að klára tímabilið með ÍBV.vísir/hanna Pepsi Max-deild karla Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
Eyjamenn hafa enn á ný þurft að skipta um þjálfara karlaliðsins síns en knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito komust í gær að samkomulagi um að ljúka samstarfi sínu. Eyjamenn hafa því farið í gegnum tólf mismunandi þjálfara á aðeins sjö og hálfu tímabili síðan þeir misstu Eyjamanninn sem hefur náð lengst í þjálfarastarfinu. Portúgalinn Pedro Hipolito var á sínu fyrsta tímabili með Eyjaliðið en hann tók við því af Kristjáni Guðmundssyni í vetur. ÍBV liðið náði aðeins fimm stigum í tíu leikjum sínum undir stjórn Hipolito í Pepsi Max deildinni. Hipolito yfirgefur ÍBV-liðið í botnsæti deildarinnar, fimm stigum frá öruggi sæti. Liðin sem eru í síðustu öruggu sætunum eiga enn fremur leik inni á ÍBV sem gerir slæma stöðu Eyjamanna enn verri.Hermann Hreiðarsson þjálfarði ÍBV liðið sumarið 2013.Vísir/DaníelHeimir Hallgrímsson, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari Al-Arabi í Katar, þjálfaði ÍBV-liðið í fimm ár eða frá 2006 til 2011. Hann hætti hjá ÍBV eftir 2011 tímabilið og gerðist aðstoðarþjálfari Lars Lagerbäck hjá íslenska landsliðinu. Heimir Hallgrímsson kom ÍBV aftur upp í deild þeirra bestu sumarið 2008 og undir hans stjórn varð liðið tvisvar í þriðja sæti deildarinnar. Það þekkja allir ævintýri íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis og Lars en síðan þá hafa margir sest í þjálfarsæti ÍBV-liðsins og flestir í bara stuttan tíma.Kristján Guðmundsson vann Heimi Guðjónsson í úrslitaleik bikarkeppninnar.Vísir/VilhelmKristján Guðmundsson varð í fyrra fyrsti þjálfarinn til að þjálfa ÍBV-liðið tvo sumur í röð síðan að Heimir hætti. ÍBV varð bikarmeistari fyrra árið sitt undir stjórn Kristjáns. Á fjórum af átta tímabilum síðan að Heimir hætti hafa Eyjamenn skipt um þjálfara á miðju tímabili. Það gerðist einnig sumurin 2012, 2015 og 2016 Ian Jeffs mun taka yfir þjálfun meistaraflokks ÍBV til að byrja með en hann tók einni við liðinu ásamt Alfreð Jóhannssyni í lok 2016 tímabilsins. Alls hafa tólf menn þjálfað ÍBV-liðið þessi undanfarin átta tímabil og þetta er orðinn myndarlegur listi eins og sjá má hér fyrir neðan. Fái Ian Jeffs ekki að klára þetta tímabil verða þjálfararnir orðnir þrettán áður en tímabilið klárast.Pedro Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞjálfarar ÍBV-liðsins síðan að Heimir Hallgrímsson hætti 2011: 2012 - Magnús Gylfason (19 leikir) 2012 - Dragan Kazic (3 leikir) 2013 - Hermann Hreiðarsson (22 leikir) 2014 - Sigurður Ragnar Eyjólfsson (22 leikir) 2015 - Jóhannes Harðarson (10 leikir) 2015 - Ingi Sigurðsson (2 leikir) 2015 - Ásmundur Arnarsson (10 leikir) 2016 - Bjarni Jóhannsson (15 leikir) 2016 - Ian Jeffs og Alfreð Jóhannsson (7 leikir) 2017 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2018 - Kristján Guðmundsson (22 leikir) 2019 - Pedro Hipolito (22 leikir) 2019 - Ian Jeffs (??)Sigurður Ragnar Eyjólfsson, sem þjálfari ÍBV.Vísir/VilhelmMagnús Gylfason með aðstoðarmanni sínum Dragan Kazic sem síðan tók við af honum undir lok tímabilsins.Mynd/StefánJóhannes Harðarson stýrði ÍBV liðinu í hálf tímabil.vísir/vilhelmBjarni Jóhannsson fór aftur út í Eyjar en náði ekki að klára tímabilið með ÍBV.vísir/hanna
Pepsi Max-deild karla Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Tindastóll | Blikar geta náð átta stiga forskoti Í beinni: Valur - Vestri | Bikarinn undir í Laugardalnum Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira