Mörkin skoruðu þeir Bernardo Silva og Leroy Sane en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. United er í sjötta sætinu, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti er þrjár umferðir eru eftir.
Á sama tíma vann Wolves öruggan 3-1 sigur á Arsenal eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik. Arsenal er í fimmta sætinu, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti eftir tvo tapleiki í röð.
Wolves er hins vegar í sjöunda sætinu og algjörlega frábært tímabil hjá nýliðunum sem hafa unnið hvert stórliðið á fætur öðru.
Mörkin úr leikjunum má sjá hér að neðan.
Manchester United - Manchester City 0-2: