Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2018 23:18 Opinberar yfirlýsingar Giuliani hafa oft þótt undarlegar. Nú virðist hann viðurkenna að ásakanir Trump um njósnir séu almannatengslaherferð. Vísir/AFP Yfirlýsingum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að njósnað hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum er ætlað að hafa áhrif á almenningsálit og að takmarka hættuna á að hann verði ákærður. Þetta viðurkenndi Rudy Giuliani, lögmaður Trump, í viðtölum við bandarískar sjónvarpsstöðvar í dag. Trump hefur áfram farið mikinn um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hafi látið njósna um framboð hans af pólitískum ástæðum, mögulega samkvæmt skipunum ríkisstjórnar Baracks Obama, í tístum um helgina. Ekkert hefur komið fram sem styður þær fullyrðingar forsetans. Giuliani var gestur nokkurra umræðuþátta í bandarísku sjónvarpi í dag og virtist þar viðurkenna að ásakanir Trump væru fyrst og fremst áróðursherferð, að því er segir í frétt The Guardian. „Þetta er fyrir almenningsálitið,“ sagði Giuliani og vísaði til þess að afstaða repúblikana og demókrata til þess hvort ákæra átti Trump myndi að miklu leyti ráðast af viðhorfum kjósenda. Samsæriskenningin um að njósnara hafi verið komið fyrir innan framboðs Trump fór á flug eftir að greint var frá því að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi leitað til bandarísks heimildarmanns sem veitti rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem kannar mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa, upplýsingar. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar ekki innan framboðsins heldur ræddi hann við að minnsta kosti þrjá starfsmenn þess og reyndi að afla upplýsinga um samskipti þeirra við Rússa. FBI hafði áður fengið vísbendingar um að einn starfsmaður framboðsins hefði vitað af því að rússneskir hakkarar hefðu tölvupósta frá Hillary Clinton og demókrötum, löngu áður en það varð opinbert. Þrýstingur Trump og bandamanna hans á þingi og í fjölmiðlum leiddi til þess að FBI og dómsmálaráðuneytið létu undan og samþykktu að veita repúblikönum upplýsingar um heimildarmanninn á fundi í síðustu viku. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira
Yfirlýsingum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að njósnað hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum er ætlað að hafa áhrif á almenningsálit og að takmarka hættuna á að hann verði ákærður. Þetta viðurkenndi Rudy Giuliani, lögmaður Trump, í viðtölum við bandarískar sjónvarpsstöðvar í dag. Trump hefur áfram farið mikinn um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hafi látið njósna um framboð hans af pólitískum ástæðum, mögulega samkvæmt skipunum ríkisstjórnar Baracks Obama, í tístum um helgina. Ekkert hefur komið fram sem styður þær fullyrðingar forsetans. Giuliani var gestur nokkurra umræðuþátta í bandarísku sjónvarpi í dag og virtist þar viðurkenna að ásakanir Trump væru fyrst og fremst áróðursherferð, að því er segir í frétt The Guardian. „Þetta er fyrir almenningsálitið,“ sagði Giuliani og vísaði til þess að afstaða repúblikana og demókrata til þess hvort ákæra átti Trump myndi að miklu leyti ráðast af viðhorfum kjósenda. Samsæriskenningin um að njósnara hafi verið komið fyrir innan framboðs Trump fór á flug eftir að greint var frá því að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi leitað til bandarísks heimildarmanns sem veitti rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem kannar mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa, upplýsingar. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar ekki innan framboðsins heldur ræddi hann við að minnsta kosti þrjá starfsmenn þess og reyndi að afla upplýsinga um samskipti þeirra við Rússa. FBI hafði áður fengið vísbendingar um að einn starfsmaður framboðsins hefði vitað af því að rússneskir hakkarar hefðu tölvupósta frá Hillary Clinton og demókrötum, löngu áður en það varð opinbert. Þrýstingur Trump og bandamanna hans á þingi og í fjölmiðlum leiddi til þess að FBI og dómsmálaráðuneytið létu undan og samþykktu að veita repúblikönum upplýsingar um heimildarmanninn á fundi í síðustu viku.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30
Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16
Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00
Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52
Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43