Lögmaður Trump segir samsæristalið snúast um almenningsálit Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2018 23:18 Opinberar yfirlýsingar Giuliani hafa oft þótt undarlegar. Nú virðist hann viðurkenna að ásakanir Trump um njósnir séu almannatengslaherferð. Vísir/AFP Yfirlýsingum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að njósnað hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum er ætlað að hafa áhrif á almenningsálit og að takmarka hættuna á að hann verði ákærður. Þetta viðurkenndi Rudy Giuliani, lögmaður Trump, í viðtölum við bandarískar sjónvarpsstöðvar í dag. Trump hefur áfram farið mikinn um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hafi látið njósna um framboð hans af pólitískum ástæðum, mögulega samkvæmt skipunum ríkisstjórnar Baracks Obama, í tístum um helgina. Ekkert hefur komið fram sem styður þær fullyrðingar forsetans. Giuliani var gestur nokkurra umræðuþátta í bandarísku sjónvarpi í dag og virtist þar viðurkenna að ásakanir Trump væru fyrst og fremst áróðursherferð, að því er segir í frétt The Guardian. „Þetta er fyrir almenningsálitið,“ sagði Giuliani og vísaði til þess að afstaða repúblikana og demókrata til þess hvort ákæra átti Trump myndi að miklu leyti ráðast af viðhorfum kjósenda. Samsæriskenningin um að njósnara hafi verið komið fyrir innan framboðs Trump fór á flug eftir að greint var frá því að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi leitað til bandarísks heimildarmanns sem veitti rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem kannar mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa, upplýsingar. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar ekki innan framboðsins heldur ræddi hann við að minnsta kosti þrjá starfsmenn þess og reyndi að afla upplýsinga um samskipti þeirra við Rússa. FBI hafði áður fengið vísbendingar um að einn starfsmaður framboðsins hefði vitað af því að rússneskir hakkarar hefðu tölvupósta frá Hillary Clinton og demókrötum, löngu áður en það varð opinbert. Þrýstingur Trump og bandamanna hans á þingi og í fjölmiðlum leiddi til þess að FBI og dómsmálaráðuneytið létu undan og samþykktu að veita repúblikönum upplýsingar um heimildarmanninn á fundi í síðustu viku. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Yfirlýsingum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að njósnað hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum er ætlað að hafa áhrif á almenningsálit og að takmarka hættuna á að hann verði ákærður. Þetta viðurkenndi Rudy Giuliani, lögmaður Trump, í viðtölum við bandarískar sjónvarpsstöðvar í dag. Trump hefur áfram farið mikinn um að alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið hafi látið njósna um framboð hans af pólitískum ástæðum, mögulega samkvæmt skipunum ríkisstjórnar Baracks Obama, í tístum um helgina. Ekkert hefur komið fram sem styður þær fullyrðingar forsetans. Giuliani var gestur nokkurra umræðuþátta í bandarísku sjónvarpi í dag og virtist þar viðurkenna að ásakanir Trump væru fyrst og fremst áróðursherferð, að því er segir í frétt The Guardian. „Þetta er fyrir almenningsálitið,“ sagði Giuliani og vísaði til þess að afstaða repúblikana og demókrata til þess hvort ákæra átti Trump myndi að miklu leyti ráðast af viðhorfum kjósenda. Samsæriskenningin um að njósnara hafi verið komið fyrir innan framboðs Trump fór á flug eftir að greint var frá því að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi leitað til bandarísks heimildarmanns sem veitti rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, sem kannar mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa, upplýsingar. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar ekki innan framboðsins heldur ræddi hann við að minnsta kosti þrjá starfsmenn þess og reyndi að afla upplýsinga um samskipti þeirra við Rússa. FBI hafði áður fengið vísbendingar um að einn starfsmaður framboðsins hefði vitað af því að rússneskir hakkarar hefðu tölvupósta frá Hillary Clinton og demókrötum, löngu áður en það varð opinbert. Þrýstingur Trump og bandamanna hans á þingi og í fjölmiðlum leiddi til þess að FBI og dómsmálaráðuneytið létu undan og samþykktu að veita repúblikönum upplýsingar um heimildarmanninn á fundi í síðustu viku.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30 Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16 Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. 22. maí 2018 16:30
Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félaga Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að krefjast rannsóknar á því hvort njósnað hafi verið um framboð hans af pólitískum ástæðum. Engar vísbendingar liggja fyrir um að sú hafi verið raunin. 20. maí 2018 21:16
Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00
Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52
Trump elur á vantrausti á yfirvöld með samsæriskenningum Á Twitter lætur Bandaríkjaforseti gamminn geisa um meint samsæri „djúpríkisins“ gegn honum. 23. maí 2018 13:43
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent