Sjötíu ár frá stofnun Ísraelsríkis Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2018 06:00 David Ben Gurion, sem síðar varð forsætisráðherra Ísraels, les yfirlýsinguna í Tel Avív. Vísir/Getty „Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis,“ sagði á forsíðu Morgunblaðsins þann 15. maí árið 1948. Degi áður, eða fyrir réttum sjötíu árum, lýsti þjóðráð gyðinga því yfir í Tel Avív að gyðingaríkið Ísrael yrði stofnað eftir að Bretar lögðu niður umboðsstjórn sína í Palestínu. Fleiri íslenskir miðlar sögðu Íslendingum þessa forsíðufrétt. „…á miðnætti í nótt réðust egipzkar hersveitir yfir suðurlandamæri Palestínu og höfðu, er síðast fréttist, náð nokkrum þorpum á vald sitt. Samtímis hafa hin Araba ríkin, Transjórdanía, Iraq, Sýrland og Libanon, sent herlið til landamæra Palestínu og virtust í nótt allar líkur benda á að innrás verði gerð í landið úr þrem áttum og að Gyðingar og Arabar muni útkljá deilumál sín með blóðugu vopnavaldi,“ sagði til að mynda í Alþýðublaðinu. Þjóðviljinn horfði langt aftur í tímann, sagði í fyrirsögn Ísraelsríki endurreist eftir 1878 ár. „Með þessari yfirlýsingu var Gyðingaríki endurreist í Palestínu 1878 árum eftir að rómverskar hersveitir Títusar eyddu Jerúsalem.“ Stríðið varði í um eina meðgöngu, eða þar til 10. mars 1949. Ísraelar höfðu sigur í stríðinu og héldu því landsvæði sem þeim var úthlutað með yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1947 auk þess að taka helming af svæði Palestínumanna. Jórdanía tók hins vegar Vesturbakkann og Egyptar tóku Gasasvæðið. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Líbanon Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59 Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
„Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálfstæðs ríkis,“ sagði á forsíðu Morgunblaðsins þann 15. maí árið 1948. Degi áður, eða fyrir réttum sjötíu árum, lýsti þjóðráð gyðinga því yfir í Tel Avív að gyðingaríkið Ísrael yrði stofnað eftir að Bretar lögðu niður umboðsstjórn sína í Palestínu. Fleiri íslenskir miðlar sögðu Íslendingum þessa forsíðufrétt. „…á miðnætti í nótt réðust egipzkar hersveitir yfir suðurlandamæri Palestínu og höfðu, er síðast fréttist, náð nokkrum þorpum á vald sitt. Samtímis hafa hin Araba ríkin, Transjórdanía, Iraq, Sýrland og Libanon, sent herlið til landamæra Palestínu og virtust í nótt allar líkur benda á að innrás verði gerð í landið úr þrem áttum og að Gyðingar og Arabar muni útkljá deilumál sín með blóðugu vopnavaldi,“ sagði til að mynda í Alþýðublaðinu. Þjóðviljinn horfði langt aftur í tímann, sagði í fyrirsögn Ísraelsríki endurreist eftir 1878 ár. „Með þessari yfirlýsingu var Gyðingaríki endurreist í Palestínu 1878 árum eftir að rómverskar hersveitir Títusar eyddu Jerúsalem.“ Stríðið varði í um eina meðgöngu, eða þar til 10. mars 1949. Ísraelar höfðu sigur í stríðinu og héldu því landsvæði sem þeim var úthlutað með yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1947 auk þess að taka helming af svæði Palestínumanna. Jórdanía tók hins vegar Vesturbakkann og Egyptar tóku Gasasvæðið.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Líbanon Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59 Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59
Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15
Sendiráðið umdeilda opnað í dag Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. 14. maí 2018 06:00