Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2018 18:15 Ivanka Trump og Benjamin Netanyahu féllust í faðma í dag. vísir/epa Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner verða viðstödd opnun sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem sem fer fram á morgun. Hjónin fara fyrir sendinefnd Bandaríkjanna en þau lentu í Ísrael í dag og hittu Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sá sér ekki fært að mæta á opnunina en gert er ráð fyrir því að Trump flytji stutt ávarp í gegnum streymi á athöfninni. BBC greinir frá. Ákvörðun Trumps að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem hefur víða um heim verið mótmælt. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem. Palestínumenn telja að með útspilinu hafi forsetinn ógnað friðarviðræðum ríkjanna tveggja. Skömmu eftir ákvörðun Bandaríkjaforseta gerðu Egyptar drög að ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu og felldu tillöguna. Í drögum að ályktuninni segir „Því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun öryggisráðsins.“Þrátt fyrir að Palestínumenn segi að ákvörðun Bandaríkjastjórnar ógni friðarviðræðum segist Ivanka Trump biðja fyrir friði.vísir/epaKjaftshögg aldarinnarForsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar og biðlar til annarra ríkja að fara að fordæmi Donalds Trump. Það sé hið rétta í stöðunni. Á meðan Netanyahu talar um að flutningarnir séu tilefni til að fagna segir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, að ákvörðunin sé „kjaftshögg aldarinnar.“ Í Twitterfærslu sagði Ivanka að það sé henni heiður að vera viðstödd athöfnina á morgun og ennfremur að hún leggist á bæn fyrir frið.I am honored to join the delegation representing @POTUS, his Admin & the American people at this momentous ceremony commemorating the opening of our new US Embassy in Jerusalem, Israel. We will pray for the boundless potential of the US-Israel alliance & we will pray for peace. pic.twitter.com/ulYbJAfTcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 12, 2018 Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50 Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Ivanka Trump og eiginmaður hennar Jared Kushner verða viðstödd opnun sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem sem fer fram á morgun. Hjónin fara fyrir sendinefnd Bandaríkjanna en þau lentu í Ísrael í dag og hittu Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sá sér ekki fært að mæta á opnunina en gert er ráð fyrir því að Trump flytji stutt ávarp í gegnum streymi á athöfninni. BBC greinir frá. Ákvörðun Trumps að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem hefur víða um heim verið mótmælt. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall til Jerúsalem. Palestínumenn telja að með útspilinu hafi forsetinn ógnað friðarviðræðum ríkjanna tveggja. Skömmu eftir ákvörðun Bandaríkjaforseta gerðu Egyptar drög að ályktun í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu og felldu tillöguna. Í drögum að ályktuninni segir „Því er lýst yfir að engar ákvarðanir eða aðgerðir, sem var ætlað að hafa breytt eðli stöðu eða lýðfræðilegri samsetningu hinnar Helgu borgar Jerúsalem hafa lagalega þýðingu. Þær verði marklausar og felldar úr gildi og þess er krafist að ákvörðunin verði afturkölluð í samræmi við ályktun öryggisráðsins.“Þrátt fyrir að Palestínumenn segi að ákvörðun Bandaríkjastjórnar ógni friðarviðræðum segist Ivanka Trump biðja fyrir friði.vísir/epaKjaftshögg aldarinnarForsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu fagnar ákvörðun Bandaríkjastjórnar og biðlar til annarra ríkja að fara að fordæmi Donalds Trump. Það sé hið rétta í stöðunni. Á meðan Netanyahu talar um að flutningarnir séu tilefni til að fagna segir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, að ákvörðunin sé „kjaftshögg aldarinnar.“ Í Twitterfærslu sagði Ivanka að það sé henni heiður að vera viðstödd athöfnina á morgun og ennfremur að hún leggist á bæn fyrir frið.I am honored to join the delegation representing @POTUS, his Admin & the American people at this momentous ceremony commemorating the opening of our new US Embassy in Jerusalem, Israel. We will pray for the boundless potential of the US-Israel alliance & we will pray for peace. pic.twitter.com/ulYbJAfTcL— Ivanka Trump (@IvankaTrump) May 12, 2018
Tengdar fréttir Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50 Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40 Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Bandaríkjamenn opna sendiráð í Jerúsalem strax í maí Mun fyrr verður af flutningi sendiráðsins en varaforseti Bandaríkjanna hafð gefið í skyn í opinberri heimsókn til Ísraels í janúar. 23. febrúar 2018 20:50
Ummælum Trump hefur verið mótmælt víða Ummælum Bandaríkjaforseta um innflytjendur frá skítalöndum hefur verið mótmælt víða og hafa sendiráð Bandaríkjanna í nokkrum Afríkuríkum verið krafin formlegs rökstuðnings. 14. janúar 2018 20:40
Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði SÞ um Jerúsalem Tillaga um að ógilda ákvarðanir sem breyta viðurkenningu á stöðu Jerúsalem sem beindist að Trump-stjórninni var felld í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld. 18. desember 2017 19:29