Sendiráðið umdeilda opnað í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2018 06:00 Ísraelskur maður, sveipaður fána Bandaríkjanna, fagnar Jerúsalemdeginum. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær en 51 ár var þá liðið frá því Ísraelar tóku austurhluta borgarinnar í sex daga stríðinu. Vísir/AFP Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. Donald Trump forseti verður ekki viðstaddur opnunina en dóttir hans Ivanka og maki hennar, Jared Kushner, komu til Ísraels í gær. Ákvörðun Bandaríkjamanna um að flytja sendiráð sitt frá Tel Avív, sem alþjóðasamfélagið álítur höfuðborg Ísraels, til Jerúsalem, sem Ísraelar segja höfuðborg sína, vakti mikla reiði þegar Trump tilkynnti um áform sín í fyrra. Ákvörðunin er afar umdeild. Þegar Ísraelar og Palestínumenn sömdu um frið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Þær viðræður hafa ekki enn átt sér stað og þykir Trump því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Í desember síðastliðnum greiddi mikill meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna atkvæði með yfirlýsingu um að viðurkenning Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels væri ógild og hefði ekkert vægi. Ísland studdi tillöguna en Gvatemala, Hondúras, Ísrael, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Nárú, Palá, Tógó og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn henni. Sendiráð annarra ríkja eru almennt í Tel Avív. Munu sendiherrar flestra ESB-ríkja ekki verða viðstaddir opnun sendiráðsins í dag í mótmælaskyni. Hins vegar eiga Bandaríkjamenn von á erindrekum frá Ungverjalandi, Rúmeníu og Tékklandi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Gvatemala Mið-Austurlönd Míkrónesía Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59 Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. Donald Trump forseti verður ekki viðstaddur opnunina en dóttir hans Ivanka og maki hennar, Jared Kushner, komu til Ísraels í gær. Ákvörðun Bandaríkjamanna um að flytja sendiráð sitt frá Tel Avív, sem alþjóðasamfélagið álítur höfuðborg Ísraels, til Jerúsalem, sem Ísraelar segja höfuðborg sína, vakti mikla reiði þegar Trump tilkynnti um áform sín í fyrra. Ákvörðunin er afar umdeild. Þegar Ísraelar og Palestínumenn sömdu um frið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Þær viðræður hafa ekki enn átt sér stað og þykir Trump því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Í desember síðastliðnum greiddi mikill meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna atkvæði með yfirlýsingu um að viðurkenning Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels væri ógild og hefði ekkert vægi. Ísland studdi tillöguna en Gvatemala, Hondúras, Ísrael, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Nárú, Palá, Tógó og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn henni. Sendiráð annarra ríkja eru almennt í Tel Avív. Munu sendiherrar flestra ESB-ríkja ekki verða viðstaddir opnun sendiráðsins í dag í mótmælaskyni. Hins vegar eiga Bandaríkjamenn von á erindrekum frá Ungverjalandi, Rúmeníu og Tékklandi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Gvatemala Mið-Austurlönd Míkrónesía Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59 Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Sjá meira
Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59
Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15