Kim og Moon funda í Pyongyang í september Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 10:39 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jea-in, forsætisráðherra Suður-Kóreu, munu hittast í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu í næsta mánuði. Vísir/AP Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jea-in, forsætisráðherra Suður-Kóreu, munu hittast í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í næsta mánuði. Þetta verður þriðji fundur leiðtoganna og í fyrsta sinn í rúman áratug sem slíkur fundur er haldinn í Pyongyang. Moon og Kim hafa hist tvisvar sinnum áður, í apríl og í maí, og þá hitti Kim forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í Singapúr í júní. Á þeim fundi skrifuðu Kim og Trump undir samkomulag varðandi kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðan þá hafa Bandaríkin sakað Norður-Kóreu um að draga fæturna og Norður-Kórea hefur skammast út í Bandaríkin yfir því að viðskiptaþvinganir hafi ekki verið felldar niður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur verið sökuð um að halda kjarnorkuvopna- og eldflaugaframleiðslu áfram, í trássi við samkomulagið í Singapúr.Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni komu embættismenn Norður- og Suður-Kóreu saman í dag og ræddu þeir meðal annars samvinnuverkefni ríkjanna sem hefðu verið sett í gang í kjölfar síðasta fundar Moon og Kim.Miðað við yfirlýsingar sendinefndanna eru ríkin þó ekki sammála um hvenær halda eigi leiðtogafundinn. Ri Son Gwon, frá Norður-Kóreu, sagði blaðamönnum að búið væri að ákveða tiltekinn dag en hann vildi ekki segja hvaða dag. Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, sagði hins vegar að það væri ekki búið að velja dag.Meðal þess sem Moon og Kim munu ræða þegar og ef þeir hittast í september er hvort þeir geti bundið enda á Kóreustríðið með formlegum hætti. Það hefur í rauninni staðið yfir frá 1950 þar sem samið var um vopnahlé árið 1953 en ekki frið. Norður-Kórea hefur kallað eftir því að friði verði lýst yfir sem fyrst. Bandaríkin vilja hins vegar að ríkisstjórn Norður-Kóreu sýni fram á að hún hafi gripið til markvissra aðgerða varðandi kjarnorkuafvopnun. Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. 10. ágúst 2018 06:15 Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50 Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum banka Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. 3. ágúst 2018 15:46 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Moon Jea-in, forsætisráðherra Suður-Kóreu, munu hittast í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í næsta mánuði. Þetta verður þriðji fundur leiðtoganna og í fyrsta sinn í rúman áratug sem slíkur fundur er haldinn í Pyongyang. Moon og Kim hafa hist tvisvar sinnum áður, í apríl og í maí, og þá hitti Kim forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, í Singapúr í júní. Á þeim fundi skrifuðu Kim og Trump undir samkomulag varðandi kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Síðan þá hafa Bandaríkin sakað Norður-Kóreu um að draga fæturna og Norður-Kórea hefur skammast út í Bandaríkin yfir því að viðskiptaþvinganir hafi ekki verið felldar niður. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur verið sökuð um að halda kjarnorkuvopna- og eldflaugaframleiðslu áfram, í trássi við samkomulagið í Singapúr.Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni komu embættismenn Norður- og Suður-Kóreu saman í dag og ræddu þeir meðal annars samvinnuverkefni ríkjanna sem hefðu verið sett í gang í kjölfar síðasta fundar Moon og Kim.Miðað við yfirlýsingar sendinefndanna eru ríkin þó ekki sammála um hvenær halda eigi leiðtogafundinn. Ri Son Gwon, frá Norður-Kóreu, sagði blaðamönnum að búið væri að ákveða tiltekinn dag en hann vildi ekki segja hvaða dag. Cho Myoung-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, sagði hins vegar að það væri ekki búið að velja dag.Meðal þess sem Moon og Kim munu ræða þegar og ef þeir hittast í september er hvort þeir geti bundið enda á Kóreustríðið með formlegum hætti. Það hefur í rauninni staðið yfir frá 1950 þar sem samið var um vopnahlé árið 1953 en ekki frið. Norður-Kórea hefur kallað eftir því að friði verði lýst yfir sem fyrst. Bandaríkin vilja hins vegar að ríkisstjórn Norður-Kóreu sýni fram á að hún hafi gripið til markvissra aðgerða varðandi kjarnorkuafvopnun.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. 10. ágúst 2018 06:15 Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50 Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum banka Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. 3. ágúst 2018 15:46 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira
Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38
Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. 10. ágúst 2018 06:15
Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50
Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum banka Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt refsiaðgerðum gegn rússneskum banka fyrir að hafa átt í viðskiptum við aðila frá Norður-Kóreu sem var á svörtum lista vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins. 3. ágúst 2018 15:46
Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55