Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 06:15 Kim Jong-Un og Donald Trump funduðu í Singapúr í júní. Fundur þeirra virðist litlu hafa skilað. Vísir/AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. Embættismenn í Pjongjang krefjast þess að þeim verði aflétt, því að þeirra mati eru þvinganirnar leifar „úrelts handrits“ sem fyrri stjórnir í Washington hafi fylgt „með litlum árangri.“ Samkomulag sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, handsöluðu í Singapúr í júní virðist vera í uppnámi. Meðal þess sem samkomulagið kvað á um var „algjör kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans“ - án þess þó að það væri útskýrt nánar eða boðið upp á nákvæma útlistun á aðgerðum eða mikilvægum tímasetningum. Það kann að útskýra hvers vegna norður-kóresk stjórnvöld hafa ekki afhent kjarnorkuvopn sín. Þvert á móti segja alþjóðlegir eftirlitsmenn að kjarnorkuáætlun ríkisins sé enn í fullum gangi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Bandaríkjastjórn hefur ekki enn aflétt viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu, sem leikið hafa hið einangraða ríki grátt á síðustu misserum. Washington telur mikilvægt að þvinganirnar séu enn við lýði svo að Pjongjang verði tilneytt til að fylgja Singapúr-samkomulaginu. Þar að auki hafa háttsettir embættismenn Bandaríkjanna, eins og þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, gefið í skyn á síðustu dögum að þolinmæði Washington sé takmörkuð. Afvopnun Norðu-Kóreu skuli hefjast tafarlaust, ellegar séu þvinganirnar ekki á förum. Þessari diplómasíu mótmæla norður-kóresk stjórnvöld og segja hana í raun stríða gegn anda fyrrnefnd samkomulags og stefnu Bandaríkjaforseta. Þau telja þannig litlar líkur á árangri ef utanríkisstefna Bandaríkjanna mun áfram fylgja sama „úrelta handriti“ og áður. Allar ásakanir á hendur Pjongjang séu þar að auki tilhæfulausar og eini tilgangur þeirra sé að auka þrýsting alþjóðasamfélagsins á Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti landsins sendi frá sér í gær er stefnu Bandaríkjanna í afvopnunarmálum Kóreuskagans líkt við það að „bíða eftir því að soðið egg klekist út.“ Sem sagt: Algjörlega tilgangslaus og ekki líkleg til árangurs. Því má í raun segja að um eiginlega störukeppni sé að ræða í málinu. Norður-Kórea ætlar ekki gefa sig fyrr en Bandaríkin gefa eftir - og öfugt. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. Embættismenn í Pjongjang krefjast þess að þeim verði aflétt, því að þeirra mati eru þvinganirnar leifar „úrelts handrits“ sem fyrri stjórnir í Washington hafi fylgt „með litlum árangri.“ Samkomulag sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, handsöluðu í Singapúr í júní virðist vera í uppnámi. Meðal þess sem samkomulagið kvað á um var „algjör kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans“ - án þess þó að það væri útskýrt nánar eða boðið upp á nákvæma útlistun á aðgerðum eða mikilvægum tímasetningum. Það kann að útskýra hvers vegna norður-kóresk stjórnvöld hafa ekki afhent kjarnorkuvopn sín. Þvert á móti segja alþjóðlegir eftirlitsmenn að kjarnorkuáætlun ríkisins sé enn í fullum gangi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Bandaríkjastjórn hefur ekki enn aflétt viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu, sem leikið hafa hið einangraða ríki grátt á síðustu misserum. Washington telur mikilvægt að þvinganirnar séu enn við lýði svo að Pjongjang verði tilneytt til að fylgja Singapúr-samkomulaginu. Þar að auki hafa háttsettir embættismenn Bandaríkjanna, eins og þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, gefið í skyn á síðustu dögum að þolinmæði Washington sé takmörkuð. Afvopnun Norðu-Kóreu skuli hefjast tafarlaust, ellegar séu þvinganirnar ekki á förum. Þessari diplómasíu mótmæla norður-kóresk stjórnvöld og segja hana í raun stríða gegn anda fyrrnefnd samkomulags og stefnu Bandaríkjaforseta. Þau telja þannig litlar líkur á árangri ef utanríkisstefna Bandaríkjanna mun áfram fylgja sama „úrelta handriti“ og áður. Allar ásakanir á hendur Pjongjang séu þar að auki tilhæfulausar og eini tilgangur þeirra sé að auka þrýsting alþjóðasamfélagsins á Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti landsins sendi frá sér í gær er stefnu Bandaríkjanna í afvopnunarmálum Kóreuskagans líkt við það að „bíða eftir því að soðið egg klekist út.“ Sem sagt: Algjörlega tilgangslaus og ekki líkleg til árangurs. Því má í raun segja að um eiginlega störukeppni sé að ræða í málinu. Norður-Kórea ætlar ekki gefa sig fyrr en Bandaríkin gefa eftir - og öfugt.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38
Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15
Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55