Mikil aukning í úrkomu á Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2018 14:15 Frá aldamótunum 1900 hefur íshellan á Suðurskautslandinu bætt við sig fjórtán milljörðum tonna af massa á áratug vegna aukinnar úrkomu. Vísir/AFP Úrkoma á Suðurskautslandinu hefur aukist um 10% á síðustu tvö hundruð árunum og fellur nú 272 milljónum tonnum meira af snjó þar á ári en við upphaf 19. aldar. Þessi gríðarlega aukning er engu að síður ekki nóg til þess að jafna út bráðnun og hop jökla suðurskautsins vegna hnattrænnar hlýnunar. Rannsókn vísindamannanna byggist á 79 ískjörnum, sýnum djúpt úr ísnum sem eru grafin upp með löngum borum, sem voru teknir víða á Suðurskautslandinu. Úr lögum í kjörnunum geta vísindamenn lesið ýmis konar upplýsingar, þar á meðal um hvernig úrkoma hefur þróast í gegnum árin, ekki ósvipað því hvernig trjáhringir eru notaðir til að meta aldur trjáa. Sagan sem ískjarnarnir segja er um gríðarlega aukningu á úrkomu á þeim tíma sem menn hafa dælt koltvísýringi út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Það sem hefur bæst við úrkomuna á tímabilinu 2001 til 2010 miðað við 1801 til 1810 á hverju ári er nægilegt vatn til þess þekja allt Nýja-Sjáland í eins metra djúpu vatni, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Aukningin kemur nokkuð á óvart en vísindamenn höfðu almennt talið að úrkoman á Suðurskautslandinu hefði lítið breyst.Missir ísmassa hraðar en bætir í snjókomuna Meirihluti viðbótarsnjósins hefur fallið á Suðurskautslandsskagann þar sem hlýnaði mikið í veðri á 20. öldinni. Það samræmist þeirri þekktu eðlisfræði að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Hlýnun loftsins ætti því að hafa aukna úrkomu í för með sér. „Við sýnum fram á í þessari rannsókn að það er það sem hefur verið að gerast,“ segir Liz Thomas frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni. Aukin úrkoma hefur bætt um sjö milljörðum tonna við massa suðurskautsíssins á áratug að meðaltali frá 1800 til 2010. Viðbótin er tvöfalt meiri ef aðeins er miðað við tímabilið frá aldamótum 1900. Svo mikið hefur bætt í úrkomuna að það hefur lækkað yfirborð sjávar um 0,04 millímetra á áratug. Engu að síður slagar það ekki upp í þá hækkun á yfirborði sjávar sem hop jökla og bráðnun íss á Suðurskautslandinu hefur valdið. Áætlað er að ístap á Suðurskautslandinu hafi hækkað yfirborð sjávar um 4,3 millímetra frá 1992. „Jafnvel með þessum stóru úrkomuviðburðum er Suðurskautslandið enn að missa ísmassa hraðar en það er að bæta við sig massa með snjókomu,“ segir Anna Hogg, vísindamaður við Leeds-háskóla sem rannsakar íshelluna með gervitunglum. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Alls runnu rúmlega 1.900 milljarðar tonna af ís út hafið af Suðurskautslandinu á hverju ári árið 2015. 22. febrúar 2018 23:00 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Úrkoma á Suðurskautslandinu hefur aukist um 10% á síðustu tvö hundruð árunum og fellur nú 272 milljónum tonnum meira af snjó þar á ári en við upphaf 19. aldar. Þessi gríðarlega aukning er engu að síður ekki nóg til þess að jafna út bráðnun og hop jökla suðurskautsins vegna hnattrænnar hlýnunar. Rannsókn vísindamannanna byggist á 79 ískjörnum, sýnum djúpt úr ísnum sem eru grafin upp með löngum borum, sem voru teknir víða á Suðurskautslandinu. Úr lögum í kjörnunum geta vísindamenn lesið ýmis konar upplýsingar, þar á meðal um hvernig úrkoma hefur þróast í gegnum árin, ekki ósvipað því hvernig trjáhringir eru notaðir til að meta aldur trjáa. Sagan sem ískjarnarnir segja er um gríðarlega aukningu á úrkomu á þeim tíma sem menn hafa dælt koltvísýringi út í lofthjúp jarðar í stórum stíl. Það sem hefur bæst við úrkomuna á tímabilinu 2001 til 2010 miðað við 1801 til 1810 á hverju ári er nægilegt vatn til þess þekja allt Nýja-Sjáland í eins metra djúpu vatni, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Aukningin kemur nokkuð á óvart en vísindamenn höfðu almennt talið að úrkoman á Suðurskautslandinu hefði lítið breyst.Missir ísmassa hraðar en bætir í snjókomuna Meirihluti viðbótarsnjósins hefur fallið á Suðurskautslandsskagann þar sem hlýnaði mikið í veðri á 20. öldinni. Það samræmist þeirri þekktu eðlisfræði að hlýrra loft getur borið meiri raka en svalara. Hlýnun loftsins ætti því að hafa aukna úrkomu í för með sér. „Við sýnum fram á í þessari rannsókn að það er það sem hefur verið að gerast,“ segir Liz Thomas frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni. Aukin úrkoma hefur bætt um sjö milljörðum tonna við massa suðurskautsíssins á áratug að meðaltali frá 1800 til 2010. Viðbótin er tvöfalt meiri ef aðeins er miðað við tímabilið frá aldamótum 1900. Svo mikið hefur bætt í úrkomuna að það hefur lækkað yfirborð sjávar um 0,04 millímetra á áratug. Engu að síður slagar það ekki upp í þá hækkun á yfirborði sjávar sem hop jökla og bráðnun íss á Suðurskautslandinu hefur valdið. Áætlað er að ístap á Suðurskautslandinu hafi hækkað yfirborð sjávar um 4,3 millímetra frá 1992. „Jafnvel með þessum stóru úrkomuviðburðum er Suðurskautslandið enn að missa ísmassa hraðar en það er að bæta við sig massa með snjókomu,“ segir Anna Hogg, vísindamaður við Leeds-háskóla sem rannsakar íshelluna með gervitunglum.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Alls runnu rúmlega 1.900 milljarðar tonna af ís út hafið af Suðurskautslandinu á hverju ári árið 2015. 22. febrúar 2018 23:00 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Alls runnu rúmlega 1.900 milljarðar tonna af ís út hafið af Suðurskautslandinu á hverju ári árið 2015. 22. febrúar 2018 23:00
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02