Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2018 22:54 Hafið hefur drukkið í sig langstærsta hluta hlýnunarinnar sem menn hafa valdið. Yfirborð sjávar mun halda áfram að hækka næstu aldirnar jafnvel þó að menn nái að koma böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum á næstu áratugum. Vísir/AFP Fyrir hver fimm ár sem menn tefja að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gæti yfirborð sjávar hækkað um tuttugu sentímetra fyrir árið 2300. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna sem telja ekki útilokað að hækkun yfirborðs sjávar verði enn meiri ef ekkert verður að gert. Hnattræn hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum veldur hækkun yfirborðs sjávar á tvennan hátt. Annars vegar með bráðnun íss á landi með hækkandi hita og hins vegar þegar sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar. Niðurstöður vísindamannanna benda til þess að aðgerðir eða aðgerðaleysi manna nú í að taka á loftslagsvánni eigi eftir að hafa áhrif um ókomnar aldir. Þeir komust að því að meðalhækkun yfirborðs sjávar fyrir hver fimm ár sem losun helst óbreytt geti numið tuttugu sentímetrum næstu 280 árin. Til samanburðar hækkaði yfirborð sjávar um tuttugu sentímetra á allri 20. öldinni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature Communications í dag. „Einn mikilvægur punktur var að afhjúpa að hækkun yfirborðs sjávar er ekki í fjarlægri framtíð, hún er núna, og vegna þess að kerfið er svo hægvirkt sjáum við það ekki í augnablikinu. En við erum að valda því núna,“ segir Matthias Mengel, aðalhöfundur rannsóknarinnar við Potsdam-loftslagsáhrifarannsókninastofnunina í Þýskalandi, við Washington Post.Möguleiki á að hækkunin verði ennþá meiri Hækkunin gæti numið allt að heilum metra ef miðað er við hæstu gildi áætlana vísindamannanna sem eru talin ólíkleg að verða að veruleika en þó ekki útilokuð. Það veltur meðal annars á því hvort að íshellan á Suðurskautslandinu brotni upp eins og aukin hætta er talin á að gerist. Forsendur rannsóknarinnar eru teknar úr sviðsmyndum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun. Markmiðin sem aðildarríki þess hafa sett sér eru hins vegar ekki nægilega metnaðarfull til þess að ná takmarki samkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Þá eru ríkin ekki að gera nógu mikið til að ná jafnvel þessum ófullnægjandi markmiðum sínum. Jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins næðust gæti yfirborð sjávar hækkað um 70 til 120 sentímetra fyrir árið 2300 samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Fyrir hver fimm ár sem menn tefja að grípa til aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda gæti yfirborð sjávar hækkað um tuttugu sentímetra fyrir árið 2300. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar vísindamanna sem telja ekki útilokað að hækkun yfirborðs sjávar verði enn meiri ef ekkert verður að gert. Hnattræn hlýnun af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum veldur hækkun yfirborðs sjávar á tvennan hátt. Annars vegar með bráðnun íss á landi með hækkandi hita og hins vegar þegar sjórinn þenst út eftir því sem hann hlýnar. Niðurstöður vísindamannanna benda til þess að aðgerðir eða aðgerðaleysi manna nú í að taka á loftslagsvánni eigi eftir að hafa áhrif um ókomnar aldir. Þeir komust að því að meðalhækkun yfirborðs sjávar fyrir hver fimm ár sem losun helst óbreytt geti numið tuttugu sentímetrum næstu 280 árin. Til samanburðar hækkaði yfirborð sjávar um tuttugu sentímetra á allri 20. öldinni. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature Communications í dag. „Einn mikilvægur punktur var að afhjúpa að hækkun yfirborðs sjávar er ekki í fjarlægri framtíð, hún er núna, og vegna þess að kerfið er svo hægvirkt sjáum við það ekki í augnablikinu. En við erum að valda því núna,“ segir Matthias Mengel, aðalhöfundur rannsóknarinnar við Potsdam-loftslagsáhrifarannsókninastofnunina í Þýskalandi, við Washington Post.Möguleiki á að hækkunin verði ennþá meiri Hækkunin gæti numið allt að heilum metra ef miðað er við hæstu gildi áætlana vísindamannanna sem eru talin ólíkleg að verða að veruleika en þó ekki útilokuð. Það veltur meðal annars á því hvort að íshellan á Suðurskautslandinu brotni upp eins og aukin hætta er talin á að gerist. Forsendur rannsóknarinnar eru teknar úr sviðsmyndum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun. Markmiðin sem aðildarríki þess hafa sett sér eru hins vegar ekki nægilega metnaðarfull til þess að ná takmarki samkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst 1,5°C á þessari öld. Þá eru ríkin ekki að gera nógu mikið til að ná jafnvel þessum ófullnægjandi markmiðum sínum. Jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins næðust gæti yfirborð sjávar hækkað um 70 til 120 sentímetra fyrir árið 2300 samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45 Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Breska veðurstofan telur að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C á næstu fimm árum og jafnvel farið yfir þau mörk í sterkum El niño-viðburði. 1. febrúar 2018 10:45
Hopandi íshellur á báðum jarðarhvelum hraða hækkun sjávarborðs Nokkur hröðun hefur orðið í hækkun sjávarborðs á undanförnum árum. 14. febrúar 2018 06:00