Viðkvæmasti hluti suðurskautsíssins heldur áfram að rýrna hraðar Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 23:00 Kortið sýnir flæði íss á Suðurskautslandinu. Litakóðinn sýnir hraða flæðisins á einu ári. NASA Earth Observatory Ístap á Suðurskautslandinu hefur aukist um tugi milljarða tonna á hverju ári síðasta áratuginn. Nýjar gervihnattamælingar vísindamanna NASA sýna að áfram herðir á rennsli jökla út í sjó á vesturhluta Suðurskautslandsins en ísflæðið er stöðugt á austurhluta álfunnar. Vísindamennirnir notuðu hundruð þúsunda mynda frá tveimur Landsat-gervitunglum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna og nýjan hugbúnað til þess að mæla hreyfingar íshellunnar á Suðurskautslandinu með mikilli nákvæmni, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Myndirnar voru teknar frá 2008 til 2015. Niðurstöðurnar staðfesta að mestu leyti fyrri rannsóknir á ísnum. Mest hefur hraðað á framgangi íssins út í Marguerite-flóa á Suðurskautslandsskaganum sem gengur út úr vestanverðri álfunni. Þar renna jöklar nú 400-800 metrum hraðar fram á hverju ári. Vísindamennirnir telja að ástæðan sé hlýnun hafsins í kringum þá. Langmest kemur frá vesturhlutanumNASA segir að stærsta uppgötvunin sé líklega að hraði ísrennslisins á austanverðu Suðurskautslandinu haldi áfram að vera stöðugur. Frá 2008 til 2015 hefur hraðinn nánast ekkert breyst. Vísindamenn hafa áður dregið þá ályktun að eystri hluti íshellunnar sé afar stöðugur en hraðinn á jöklum sem ganga þar út í hafið hefur ekki verið mældur með beinum hætti áður. Alls runnu 1.929 milljarðar tonna af ís Suðurskautslandsins út í hafið á hverju ári árið 2015. Skekkjumörk rannsóknarinnar eru um 40 milljarðar tonna. Magnið hefur aukist um 36 milljarðar tonna á ári frá árinu 2008 með 15 milljarðara tonna skekkjumörkum. Af aukningunni í ístapinu kemur langstærsti hlutinn frá jöklum á Vestur-Suðurskautslandinu, við Amundsenhafið, Getz-íshelluna og Marguerite-flóa, alls um 89%. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Hlýnun jarðar veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu en einnig aukinni snjókomu á hluta þess. Snjókoman gæti takmarkað hækkun yfirborðs sjávar sem hlýst af bráðnuninni. 8. janúar 2018 12:15 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Ístap á Suðurskautslandinu hefur aukist um tugi milljarða tonna á hverju ári síðasta áratuginn. Nýjar gervihnattamælingar vísindamanna NASA sýna að áfram herðir á rennsli jökla út í sjó á vesturhluta Suðurskautslandsins en ísflæðið er stöðugt á austurhluta álfunnar. Vísindamennirnir notuðu hundruð þúsunda mynda frá tveimur Landsat-gervitunglum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna og nýjan hugbúnað til þess að mæla hreyfingar íshellunnar á Suðurskautslandinu með mikilli nákvæmni, að því er kemur fram í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Myndirnar voru teknar frá 2008 til 2015. Niðurstöðurnar staðfesta að mestu leyti fyrri rannsóknir á ísnum. Mest hefur hraðað á framgangi íssins út í Marguerite-flóa á Suðurskautslandsskaganum sem gengur út úr vestanverðri álfunni. Þar renna jöklar nú 400-800 metrum hraðar fram á hverju ári. Vísindamennirnir telja að ástæðan sé hlýnun hafsins í kringum þá. Langmest kemur frá vesturhlutanumNASA segir að stærsta uppgötvunin sé líklega að hraði ísrennslisins á austanverðu Suðurskautslandinu haldi áfram að vera stöðugur. Frá 2008 til 2015 hefur hraðinn nánast ekkert breyst. Vísindamenn hafa áður dregið þá ályktun að eystri hluti íshellunnar sé afar stöðugur en hraðinn á jöklum sem ganga þar út í hafið hefur ekki verið mældur með beinum hætti áður. Alls runnu 1.929 milljarðar tonna af ís Suðurskautslandsins út í hafið á hverju ári árið 2015. Skekkjumörk rannsóknarinnar eru um 40 milljarðar tonna. Magnið hefur aukist um 36 milljarðar tonna á ári frá árinu 2008 með 15 milljarðara tonna skekkjumörkum. Af aukningunni í ístapinu kemur langstærsti hlutinn frá jöklum á Vestur-Suðurskautslandinu, við Amundsenhafið, Getz-íshelluna og Marguerite-flóa, alls um 89%.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Hlýnun jarðar veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu en einnig aukinni snjókomu á hluta þess. Snjókoman gæti takmarkað hækkun yfirborðs sjávar sem hlýst af bráðnuninni. 8. janúar 2018 12:15 Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00
Stóraukin snjókoma gæti vegið upp á móti hækkun sjávarborðs Hlýnun jarðar veldur bráðnun íss á Suðurskautslandinu en einnig aukinni snjókomu á hluta þess. Snjókoman gæti takmarkað hækkun yfirborðs sjávar sem hlýst af bráðnuninni. 8. janúar 2018 12:15
Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Miklir hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu ár en loftslagslíkön hafa spáð fyrir um að þeir verði algengari með hnattrænni hlýnun. 21. febrúar 2018 22:55