Khashoggi og fleiri myrtir og fangelsaðir blaðamenn manneskjur ársins hjá Time Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 13:08 Jamal Khashoggi var einn þeirra blaðamanna sem myrtir voru á árinu. AP/Virginia Mayo Tímaritið Time hefur valið myrta og fangelsaða blaðamenn sem manneskjur ársins 2018. Andlit nokkurra þeirra skeyta forsíðu tímaritsins sem er gefin út í nokkrum útgáfum. Á meðal þeirra er Jamal Khashoggi, sádiarabíski blaðamaðurinn, sem var myrtur í sendiráði Sáda í Tyrklandi í október. Ákvörðun ritstjórar Time byggir meðal annars á því að aldrei hafa fleiri blaðamenn verið hnepptir í fangelsi en um þessar mundir, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Stjórnvöld víða um heim fordæmi á sama tíma gagnrýninn fréttaflutning sem „falsfréttir“. Time titlar blaðamennina sem „verndarana“ í stríði gegn sannleikanum. Ólíkt einræðisherrum fyrri tíðar sem beittu ritskoðun reyni einræðisherrar nútímans að ala á tortryggni í garð staðreynda og nærist á ruglingi sem samfélagsmiðlar hjálpa til við að skapa Rökstuddur grunur leikur á að Mohammed bin Salman, krónsprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann var pistlahöfundur Washington Post, búsettur í Bandaríkjunum, og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad. „Hann sagði heimsbyggðinni sannleikann um hrottaskap þeirra gegn þeim sem töluðu gegn þeim og fyrir það var hann myrtur,“ segir í umsögn Time. Auk Khashoggi eru fjórir blaðamenn og einn sölufulltrúi bandaríska dagblaðsins Capital Gazette sem byssumaður skaut til bana í Maryland í júlí á meðal manneskja ársins hjá Time. Morðinginn hafði stefnt blaðinu en tapað fyrir dómstólum og er talinn hafa skipulagt morðin. Blaðið kom engu að síður út daginn eftir árásina. Tveir blaðamenn Reuters sem dúsa í fangelsi í Búrma eru einnig í hópnum. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september fyrir að hafa brotið lög um ríkisleyndamál með umfjöllun sinni um fjöldamorð stjórnarhersins á róhingjamúslimum. Maria Ressa, ritstjóri fréttasíðunnar Rappler á Filippseyjum er einn verndaranna sem Time lýsir. Hún hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Fyrir vikið hefur vefsíðan orðið fyrir áreiti af hálfu dómsmálaráðuneytis landsins og neitar ríkisstjórnin að veita blaðamönnum síðunnar passa sem leyfði þeim að fylgja henni eftir. Ressa gæti sjálf átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi vegna skattsvika sem yfirvöld hafa ákært hana fyrir. Bandaríkin Fréttir ársins 2018 Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00 Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Tímaritið Time hefur valið myrta og fangelsaða blaðamenn sem manneskjur ársins 2018. Andlit nokkurra þeirra skeyta forsíðu tímaritsins sem er gefin út í nokkrum útgáfum. Á meðal þeirra er Jamal Khashoggi, sádiarabíski blaðamaðurinn, sem var myrtur í sendiráði Sáda í Tyrklandi í október. Ákvörðun ritstjórar Time byggir meðal annars á því að aldrei hafa fleiri blaðamenn verið hnepptir í fangelsi en um þessar mundir, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Stjórnvöld víða um heim fordæmi á sama tíma gagnrýninn fréttaflutning sem „falsfréttir“. Time titlar blaðamennina sem „verndarana“ í stríði gegn sannleikanum. Ólíkt einræðisherrum fyrri tíðar sem beittu ritskoðun reyni einræðisherrar nútímans að ala á tortryggni í garð staðreynda og nærist á ruglingi sem samfélagsmiðlar hjálpa til við að skapa Rökstuddur grunur leikur á að Mohammed bin Salman, krónsprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Hann var pistlahöfundur Washington Post, búsettur í Bandaríkjunum, og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad. „Hann sagði heimsbyggðinni sannleikann um hrottaskap þeirra gegn þeim sem töluðu gegn þeim og fyrir það var hann myrtur,“ segir í umsögn Time. Auk Khashoggi eru fjórir blaðamenn og einn sölufulltrúi bandaríska dagblaðsins Capital Gazette sem byssumaður skaut til bana í Maryland í júlí á meðal manneskja ársins hjá Time. Morðinginn hafði stefnt blaðinu en tapað fyrir dómstólum og er talinn hafa skipulagt morðin. Blaðið kom engu að síður út daginn eftir árásina. Tveir blaðamenn Reuters sem dúsa í fangelsi í Búrma eru einnig í hópnum. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi í september fyrir að hafa brotið lög um ríkisleyndamál með umfjöllun sinni um fjöldamorð stjórnarhersins á róhingjamúslimum. Maria Ressa, ritstjóri fréttasíðunnar Rappler á Filippseyjum er einn verndaranna sem Time lýsir. Hún hefur verið gagnrýnin á ríkisstjórn Rodrigo Duterte forseta. Fyrir vikið hefur vefsíðan orðið fyrir áreiti af hálfu dómsmálaráðuneytis landsins og neitar ríkisstjórnin að veita blaðamönnum síðunnar passa sem leyfði þeim að fylgja henni eftir. Ressa gæti sjálf átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi vegna skattsvika sem yfirvöld hafa ákært hana fyrir.
Bandaríkin Fréttir ársins 2018 Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35 Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00 Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09
Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. 29. júní 2018 07:35
Capital minnist fallinna félaga á forsíðu "Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær. 30. júní 2018 09:00
Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan Hann er ákærður í 23 liðum, þar á meðal fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði. 30. júlí 2018 22:57