Gáfu blaðið út í dag þrátt fyrir skotárásina Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2018 07:35 Hluti af forsíðu dagblaðsins The Capital Gazette í dag, 29. júní 2018. Mynd/The Capital Gazette Árásarmaður skaut fimm til bana á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis í Maryland-ríki í Bandaríkjunum í gær. Dagblaðið kom út í morgun, eins og venjulega, þrátt fyrir árásina. Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. The Capital Gazette birti mynd af föstudagsforsíðunni á Twitter-reikningi sínum í morgun. Forsíðufréttin ber fyrirsögnina „5 skotnir til bana hjá The Capital“ og myndum af hinum látnu er raðað fyrir ofan hana ásamt nöfnum: Wendi Winters, Rebecca Smith, John McNamara, Gerald Fischman og Rob Hiaasen. Þau störfuðu öll hjá blaðinu, ýmist sem blaðamenn, ritstjórar eða sinntu öðrum störfum á ritstjórninni.pic.twitter.com/dEiIgEd15K— Capital Gazette (@capgaznews) June 29, 2018 Chase Cook, blaðamaður The Capital Gazette, hét því stuttu eftir árásina að ritstjórnin gæfi út blað daginn eftir. Tíst Cook þess efnis vakti mikla athygli á Twitter í gær.I can tell you this: We are putting out a damn paper tomorrow.— Chase Cook (@chaseacook) June 28, 2018 Í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN er haft eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að byssumaðurinn sé karlmaður að nafni Jarrod Warren Ramos, sem höfðaði meiðyrðamál gegn blaðinu árið 2012. Málið var látið niður falla. Þá er einnig haft eftir lögreglu að ritstjórn blaðsins hafi borist hótanir í gegnum samfélagsmiðla, síðast í gær. Hinn grunaði notaðist við haglabyssu og reyksprengjur í árásinni. Lögregla kom að honum að loknu voðaverkinu þar sem hann faldi sig undir skrifborði. Maðurinn hefur verið handtekinn. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vottað fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra samúð sína. Í Twitter-færslu sem hann birti í gær þakkaði hann einnig viðbragðsaðilum á vettvangi. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram og hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Árásarmaður skaut fimm til bana á skrifstofu dagblaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis í Maryland-ríki í Bandaríkjunum í gær. Dagblaðið kom út í morgun, eins og venjulega, þrátt fyrir árásina. Allir hinir fimm látnu voru starfsmenn blaðsins. The Capital Gazette birti mynd af föstudagsforsíðunni á Twitter-reikningi sínum í morgun. Forsíðufréttin ber fyrirsögnina „5 skotnir til bana hjá The Capital“ og myndum af hinum látnu er raðað fyrir ofan hana ásamt nöfnum: Wendi Winters, Rebecca Smith, John McNamara, Gerald Fischman og Rob Hiaasen. Þau störfuðu öll hjá blaðinu, ýmist sem blaðamenn, ritstjórar eða sinntu öðrum störfum á ritstjórninni.pic.twitter.com/dEiIgEd15K— Capital Gazette (@capgaznews) June 29, 2018 Chase Cook, blaðamaður The Capital Gazette, hét því stuttu eftir árásina að ritstjórnin gæfi út blað daginn eftir. Tíst Cook þess efnis vakti mikla athygli á Twitter í gær.I can tell you this: We are putting out a damn paper tomorrow.— Chase Cook (@chaseacook) June 28, 2018 Í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN er haft eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að byssumaðurinn sé karlmaður að nafni Jarrod Warren Ramos, sem höfðaði meiðyrðamál gegn blaðinu árið 2012. Málið var látið niður falla. Þá er einnig haft eftir lögreglu að ritstjórn blaðsins hafi borist hótanir í gegnum samfélagsmiðla, síðast í gær. Hinn grunaði notaðist við haglabyssu og reyksprengjur í árásinni. Lögregla kom að honum að loknu voðaverkinu þar sem hann faldi sig undir skrifborði. Maðurinn hefur verið handtekinn. Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti vottað fórnarlömbum árásarinnar og aðstandendum þeirra samúð sína. Í Twitter-færslu sem hann birti í gær þakkaði hann einnig viðbragðsaðilum á vettvangi. Trump hefur verið harðlega gagnrýninn á fjölmiðla allt frá því að hann bauð sig fyrst fram og hefur ítrekað lýst fjölmiðlum sem óvinum bandarísku þjóðarinnar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Að minnsta kosti fimm sagðir látnir eftir skotárásina Skotárásin átti sér stað í borginni Annapolis í Maryland, ekki fjarri Washington-borg. 28. júní 2018 19:46