Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 12:09 Talið er að Mohammed bin Salman krónprins hafi gefið skipun um morðið á Jamal Khashoggi. Vísir/EPA Njósnir bandarísku leyniþjónustunnar CIA benda til þess að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hafi ítrekað skipst á skilaboðum við aðstoðarmann sinn um það leyti sem Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Trú leyniþjónustunnar á að Salman hafi skipað fyrir um morðið er sögð hafa styrkst. Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðherrar hans hafi fram að þessu ekki viljað kenna sádiarabískum ráðamönnum um morðið á Khashoggi, blaðamanni sem var gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad, telur bandaríska leyniþjónustan að það hafi verið framið með fullri vitund Salman og líklega að skipun hans. Salman og Saud al-Qahtani, ráðgjafi hans, skiptust á ellefu skilaboðum á þeim tíma sem hópur Sáda kom á ræðisskrifstofuna í Istanbúl í Tyrklandi þar sem Khashoggi var myrtur í október samkvæmt upplýsingum CIA. Qahtani var efstur á lista þeirra Sáda sem Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á í síðasta mánuði, að sögn New York Times. Hann er sagður á meðal nánustu ráðgjafa krónprinsins. Talið er að það hafi verið Qahtani sem var í beinum samskiptum við morðingja Khashoggi. Þessi samskipti Salman og Qahtani eru sögð hafa gert leyniþjónustuna vissari í sinni sök um að Salman hafi skipað fyrir um morðið. Þau séu þó ekki afdráttarlaus og bein sönnun á sekt krónprinsins sem Trump forseti hefur krafist ef sannfæra á hann um það. Salman krónprins hefur verið náinn bandamaður Trump forseta og þeir Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, eru sagðir miklir mátar. Bandaríkjastjórn hefur haldið fast við stuðning sinn við krónprinsinn þrátt fyrir morðið á Khashoggi sem var með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og skrifaði pistla fyrir Washington Post. Qahatani er sagður hafa verið sviptur ráðgjafatitli sínum við konungsfjölskylduna eftir morðið. Hann er ekki á meðal þeirra sem sádiarabísk yfirvöld hafa ákært vegna þess. Sem helsti áróðursmeistari krónprinsins er Qahatani sagður hafa tekið saman svartan lista yfir pólitíska óvini hans og skipulagt samfélagsmiðlaherferðir gegn þeim. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Njósnir bandarísku leyniþjónustunnar CIA benda til þess að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hafi ítrekað skipst á skilaboðum við aðstoðarmann sinn um það leyti sem Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Trú leyniþjónustunnar á að Salman hafi skipað fyrir um morðið er sögð hafa styrkst. Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðherrar hans hafi fram að þessu ekki viljað kenna sádiarabískum ráðamönnum um morðið á Khashoggi, blaðamanni sem var gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad, telur bandaríska leyniþjónustan að það hafi verið framið með fullri vitund Salman og líklega að skipun hans. Salman og Saud al-Qahtani, ráðgjafi hans, skiptust á ellefu skilaboðum á þeim tíma sem hópur Sáda kom á ræðisskrifstofuna í Istanbúl í Tyrklandi þar sem Khashoggi var myrtur í október samkvæmt upplýsingum CIA. Qahtani var efstur á lista þeirra Sáda sem Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á í síðasta mánuði, að sögn New York Times. Hann er sagður á meðal nánustu ráðgjafa krónprinsins. Talið er að það hafi verið Qahtani sem var í beinum samskiptum við morðingja Khashoggi. Þessi samskipti Salman og Qahtani eru sögð hafa gert leyniþjónustuna vissari í sinni sök um að Salman hafi skipað fyrir um morðið. Þau séu þó ekki afdráttarlaus og bein sönnun á sekt krónprinsins sem Trump forseti hefur krafist ef sannfæra á hann um það. Salman krónprins hefur verið náinn bandamaður Trump forseta og þeir Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, eru sagðir miklir mátar. Bandaríkjastjórn hefur haldið fast við stuðning sinn við krónprinsinn þrátt fyrir morðið á Khashoggi sem var með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og skrifaði pistla fyrir Washington Post. Qahatani er sagður hafa verið sviptur ráðgjafatitli sínum við konungsfjölskylduna eftir morðið. Hann er ekki á meðal þeirra sem sádiarabísk yfirvöld hafa ákært vegna þess. Sem helsti áróðursmeistari krónprinsins er Qahatani sagður hafa tekið saman svartan lista yfir pólitíska óvini hans og skipulagt samfélagsmiðlaherferðir gegn þeim.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent