Erlent

Byssumaðurinn í Annapolis lýsir sig saklausan

Kjartan Kjartansson skrifar
Capital Gazette í sölukassa daginn eftir skotárásina mannskæðu.
Capital Gazette í sölukassa daginn eftir skotárásina mannskæðu. Vísir/EPA
Karlmaður á fertugsaldri sem skaut fimm manns til bana á ritstjórn dagblaðs í borginni Annapolis í Maryland-ríki í Bandaríkjunum í júní lýsti sig saklausan af ákærum þegar hann kom fyrir dómara í dag. Skotárásin ein sú blóðugasta sem beinst hefur að blaðamönnum í Bandaríkjunum.

Maðurinn réðst inn á skrifstofur blaðsins Capital Gazette 28. Júní. Þar skaut hann fjóra blaðamenn og aðstoðarmanneskju í söludeild til bana með haglabyssu. Lögreglan segir að morðinginn hafi lengi haft horn í síðu dagblaðsins.

Ákæran gegn manninum er í 23 liðum en hann er meðal annars ákærður fyrir fimm morð að yfirlögðu ráði, að sögn Reuters-fréttastofunnar.


Tengdar fréttir

Byssumaðurinn áreitti konu svo mánuðum skipti

Svo virðist sem mannskæð skotárás í borginni Annapolis í Maryland í gær hafi átt sér langan aðdraganda. Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir verknaðinn áreitti starfsmenn blaðsins í mörg ár áður en hann lét til skarar skríða.

Capital minnist fallinna félaga á forsíðu

"Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum,“ sagði ljósmyndari Capital Gazette en fimm starfsmenn blaðsins voru myrtir í hrottalegri skotárás. Tveir aðrir særðust í árásinni. Ódæðismaðurinn var leiddur fyrir dómara í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×