Capital minnist fallinna félaga á forsíðu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. júní 2018 09:00 William Krampf, lögreglustjóri í Annapolis, ræðir við blaðamenn. Fyrir aftan hann stendur Pat Furgurson, blaðamaður hjá Capital Gazette. Nordicphotos/AFP „Fimm starfsmenn The Capital Gazette, þau Gerald Fischman, Rob Hiaasen, John McNamara, Rebecca Smith og Wendi Winters, voru myrt á fimmtudaginn þegar vopnaður maður gekk inn á skrifstofu blaðsins og hóf skothríð.“ Svona hófst forsíðufrétt bandaríska héraðsfréttablaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis gær. Blaðið greindi frá mannskæðri skotárás á eigin ritstjórnarskrifstofu sem kostaði fimm manns lífið en tveir aðrir særðust í árásinni.Capital minntist starfsmanna á forsíðu sinni í gær. mynd/CapitalVígamaðurinn, hinn 38 ára gamli Jarrod W. Ramos, var handtekinn á staðnum, en hann hefur átt í útistöðum við ritstjórn blaðsins undanfarin ár, eftir að blaðið greindi frá því að hann hefði ofsótt fyrrverandi skólasystur sínar. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Ramos ruddist inn á skrifstofur Capital Gazette vopnaður haglabyssu eftir að hafa skotið á starfsfólk þar í gegnum rúðu. Klukkan var þá um 14.30 að staðartíma. Blaðamenn og annað starfsfólk greindi frá atburðunum er þeir gerðust á samfélagsmiðlum. William Krampf, lögreglustjórinn í Annapolis, sagði í gær að það hefði verið augljóst markmið Ramos að drepa og særa sem flesta. Blaðamenn Capital Gazette voru staðráðnir í að láta ódæðisverkið ekki stöðva útgáfu blaðsins. „Ég get sagt ykkur eitt. Við munum gefa út blað á morgun, fjandinn hafi það.“ Ramos var leiddur fyrir dómara í gær. Hann hefur á síðustu árum haft í hótunum við blaðamenn og starfsfólk Capital Gazette. Eftir umfjöllun blaðsins árið 2011 stefndi hann blaðinu fyrir meiðyrði en málinu var vísað frá þar sem Ramos gat ekki bent á rangfærslur í fréttaflutningnum. Hann var á endanum dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita blaðamennina.Jarrod W. Ramos. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann hefur lengi átt í útistöðum við blaðið. mynd/AnneArundelCapital Gazette á sér langa og ríkulega sögu. Blaðið var stofnað árið 1884 og beinir athyglinni að málefnum Annapolis-borgar. Fjölmargir blaðamenn slitu barnsskónum hjá blaðinu og héldu þaðan til stærri miðla eins og The New York Times og The Washington Post. „Blaðið okkar er eitt það elsta í Bandaríkjunum. Þetta er öflugt blað og líkt og öll önnur fréttablöð erum við fjölskylda sem vinnum þar,“ sagði Joshua McKerrow, ljósmyndari hjá Capital, í samtali við The New York Times. „Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
„Fimm starfsmenn The Capital Gazette, þau Gerald Fischman, Rob Hiaasen, John McNamara, Rebecca Smith og Wendi Winters, voru myrt á fimmtudaginn þegar vopnaður maður gekk inn á skrifstofu blaðsins og hóf skothríð.“ Svona hófst forsíðufrétt bandaríska héraðsfréttablaðsins The Capital Gazette í borginni Annapolis gær. Blaðið greindi frá mannskæðri skotárás á eigin ritstjórnarskrifstofu sem kostaði fimm manns lífið en tveir aðrir særðust í árásinni.Capital minntist starfsmanna á forsíðu sinni í gær. mynd/CapitalVígamaðurinn, hinn 38 ára gamli Jarrod W. Ramos, var handtekinn á staðnum, en hann hefur átt í útistöðum við ritstjórn blaðsins undanfarin ár, eftir að blaðið greindi frá því að hann hefði ofsótt fyrrverandi skólasystur sínar. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Ramos ruddist inn á skrifstofur Capital Gazette vopnaður haglabyssu eftir að hafa skotið á starfsfólk þar í gegnum rúðu. Klukkan var þá um 14.30 að staðartíma. Blaðamenn og annað starfsfólk greindi frá atburðunum er þeir gerðust á samfélagsmiðlum. William Krampf, lögreglustjórinn í Annapolis, sagði í gær að það hefði verið augljóst markmið Ramos að drepa og særa sem flesta. Blaðamenn Capital Gazette voru staðráðnir í að láta ódæðisverkið ekki stöðva útgáfu blaðsins. „Ég get sagt ykkur eitt. Við munum gefa út blað á morgun, fjandinn hafi það.“ Ramos var leiddur fyrir dómara í gær. Hann hefur á síðustu árum haft í hótunum við blaðamenn og starfsfólk Capital Gazette. Eftir umfjöllun blaðsins árið 2011 stefndi hann blaðinu fyrir meiðyrði en málinu var vísað frá þar sem Ramos gat ekki bent á rangfærslur í fréttaflutningnum. Hann var á endanum dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita blaðamennina.Jarrod W. Ramos. Hann hefur verið ákærður fyrir morð að yfirlögðu ráði. Hann hefur lengi átt í útistöðum við blaðið. mynd/AnneArundelCapital Gazette á sér langa og ríkulega sögu. Blaðið var stofnað árið 1884 og beinir athyglinni að málefnum Annapolis-borgar. Fjölmargir blaðamenn slitu barnsskónum hjá blaðinu og héldu þaðan til stærri miðla eins og The New York Times og The Washington Post. „Blaðið okkar er eitt það elsta í Bandaríkjunum. Þetta er öflugt blað og líkt og öll önnur fréttablöð erum við fjölskylda sem vinnum þar,“ sagði Joshua McKerrow, ljósmyndari hjá Capital, í samtali við The New York Times. „Við verðum hér á morgun, við erum ekkert á förum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira