Attenborough varar þjóðarleiðtoga við hruni siðmenningar manna Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 13:54 Þó að Attenborough sé kominn á tíræðisaldur lætur hann enn til sín taka til að verja lífríki jarðar. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar af völdum manna munu leiða til hruns siðmenningar og náttúru grípi menn ekki hratt til aðgerða. David Attenborough, náttúrufræðingurinn heimsfrægi, lýsti loftslagsbreytingum sem mestu ógn mannkynsins í árþúsundir þegar hann ávarpaði loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Attenborough var valinn til að tala máli íbúa jarðar við fulltrúa tæplega tvö hundruð ríkja sem sækja fundinn í Katowice. Fundinum er ætlað að ákveða reglur um hvernig ríkin ætla að ná og mæla markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. „Um þessar mundir stöndum við frammi fyrir manngerðum hörmungum á heimsvísu, mestu ógn okkar í þúsundir ára: loftslagsbreytingum,“ sagði Attenborough. „Ef við grípum ekki til aðgerða er hrun siðmenningar okkar og útrýming stórs hluta náttúruheimsins í sjónmáli.“ Krafði enski náttúrufræðingurinn og heimildarmyndargerðarmaðurinn leiðtoga heims um aðgerðir og forystu. Framtíð siðmenningarinnar og náttúrunnar væri í þeirra höndum, að því er segir í frétt The Guardian. Höfundar skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í síðustu viku komust að þeirri niðurstöðu að ríki heims væri víðsfjarri því að draga úr losun nægilega til að hægt verði að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um. Draga þurfi fimmfalt meira úr losun til að hægt verði að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun stefnir hnattræn hlýnun í að minnsta kosti 3°C fyrir lok aldarinnar og jafnvel meira. Þess konar hlýnunar fylgja verri hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar sem geta leitt til uppskerubrests og efnahagslegs og samfélagslegs óstöðugleika. Við þær aðstæður ógnaði hækkun yfirborðs sjávar um metra eða meira fyrir lok aldarinnar samfélögum hundruð milljóna manna á strandsvæðum jarðar.Sir David Attenborough says that we're facing a man-made disaster on a global scale. https://t.co/mnv5BLTo72 Via @ReutersTV #COP24 pic.twitter.com/pz3Pxz9Q1e— Reuters Top News (@Reuters) December 3, 2018 Evrópa Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira
Loftslagsbreytingar af völdum manna munu leiða til hruns siðmenningar og náttúru grípi menn ekki hratt til aðgerða. David Attenborough, náttúrufræðingurinn heimsfrægi, lýsti loftslagsbreytingum sem mestu ógn mannkynsins í árþúsundir þegar hann ávarpaði loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Attenborough var valinn til að tala máli íbúa jarðar við fulltrúa tæplega tvö hundruð ríkja sem sækja fundinn í Katowice. Fundinum er ætlað að ákveða reglur um hvernig ríkin ætla að ná og mæla markmið sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. „Um þessar mundir stöndum við frammi fyrir manngerðum hörmungum á heimsvísu, mestu ógn okkar í þúsundir ára: loftslagsbreytingum,“ sagði Attenborough. „Ef við grípum ekki til aðgerða er hrun siðmenningar okkar og útrýming stórs hluta náttúruheimsins í sjónmáli.“ Krafði enski náttúrufræðingurinn og heimildarmyndargerðarmaðurinn leiðtoga heims um aðgerðir og forystu. Framtíð siðmenningarinnar og náttúrunnar væri í þeirra höndum, að því er segir í frétt The Guardian. Höfundar skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í síðustu viku komust að þeirri niðurstöðu að ríki heims væri víðsfjarri því að draga úr losun nægilega til að hægt verði að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5-2°C eins og Parísarsamkomulagið kveður á um. Draga þurfi fimmfalt meira úr losun til að hægt verði að ná 1,5°C markmiðinu. Miðað við núverandi losun stefnir hnattræn hlýnun í að minnsta kosti 3°C fyrir lok aldarinnar og jafnvel meira. Þess konar hlýnunar fylgja verri hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar sem geta leitt til uppskerubrests og efnahagslegs og samfélagslegs óstöðugleika. Við þær aðstæður ógnaði hækkun yfirborðs sjávar um metra eða meira fyrir lok aldarinnar samfélögum hundruð milljóna manna á strandsvæðum jarðar.Sir David Attenborough says that we're facing a man-made disaster on a global scale. https://t.co/mnv5BLTo72 Via @ReutersTV #COP24 pic.twitter.com/pz3Pxz9Q1e— Reuters Top News (@Reuters) December 3, 2018
Evrópa Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15 Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Sjá meira
Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20 Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. 3. desember 2018 06:15
Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34
2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06