Erlent

Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna

Andri Eysteinsson skrifar
Kalt hefur verið í Washington undanfarið. Fyrsti snjórinn féll í vikunni. Ný skýrsla um loftslagsmál er á skjön við skoðanir forseta í málaflokknum.
Kalt hefur verið í Washington undanfarið. Fyrsti snjórinn féll í vikunni. Ný skýrsla um loftslagsmál er á skjön við skoðanir forseta í málaflokknum. EPA/ Jim Lo Scalzo
Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld.

Skýrslan er á skjön við yfirlýsingar Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og ríkisstjórnar hans. BBC greinir frá.

Bandaríkjaforseti ásamt eiginkonu sinni við móttöku jólatrés Hvíta hússins.EPA/ Michael Reynolds
Framtíðin veltur á ákvörðunum dagsins í dag er meðal þess sem segir í loftslagsskýrslunni sem er sú fjórða sinnar gerðar. Í skýrslunni er farið yfir hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á fjölmörg svið bandarísks samfélags.

„Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda er áætlað að árlegt tap á nokkrum efnahagssviðum muni nema hundruðum milljarða dala fyrir lok aldarinnar. Sú upphæð er meira en verg landsframleiðsla margra ríkja Bandaríkjanna,“ segir í skýrslunni.

Kuldakast gæti slegið öll met, hvað varð um hnatthlýnunina?

Í skýrslunni er Bandaríkjunum lýst ef ekkert verður gert til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar. Misheppnuð uppskera á Sléttunum miklu, aukning sjúkdóma sem berast með skordýrum í Flórída og yfirflæddar stíflur í Suður-Karólínu.

Efnahagskerfi sem ekki ræður við erfiðleikana og þarafleiðandi munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á daglegt líf í landinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni.

Hvergi er minnst á nafn Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í skýrslunni. Hann hefur þó efast um loftslagsbreytingar áður og í vikunni skrifaði hann færslu á Twitter síðu sína vegna kuldakasts í Washington.

Segja skýrsluna villandi

Hvíta húsið sagði í yfirlýsingu sinni að skýrslan, sem var unnin með samstarfi fjölmargra ríkisstofnana, væri óáreiðanleg og villandi. Talskona Hvíta hússins, Lindsay Walters, sagði skýrsluna að mestu byggða á allra verstu útkomu sem væri möguleg.

Skýrslan gerði, að sögn Hvíta hússins, einnig ekki ráð fyrir tækniframförum og nýsköpun á komandi árum.

Skoðunum forsetans um loftslagsmál var óbeint svarað í skýrslunni: „Loftslagsbreytingar er nú þegar hafnar í Bandaríkjunum og ef ekki verður gripið til veigamikla aðgerða munu afleiðingarnar verða hræðilegar,“ sagði í þessari fjórðu skýrslu Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×