Erlent

Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu  í dag en þar geysa enn mannskæðustu skógareldar í sögu ríkisins.
Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn mannskæðustu skógareldar í sögu ríkisins. vísir/ap
„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt í Kaliforníu, við höfum aldrei séð neitt þessu líkt hingað til. Þetta er eins og algjör eyðilegging,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti þegar hann kannaði aðstæður í Norður-Kaliforníu en svæðið hefur orðið illa úti í skógareldum sem geysa enn og að minnsta kosti 71 hefur látið lífið.

„Fólk verður að sjá þetta með berum augum til að ná utan um það sem hefur gerst,“ sagði forsetinn í ræðu sem hann flutti í bænum Paradís. Kevin McCarthy, formaður þingflokks Repúblikana og þingmennirnir Ken Calvert og Doug LaMalfa voru með honum í för.

Trump heimsótti aðgerðarmiðstöðina og hitti viðbragðsaðila og hældi þeim fyrir vel unnin störf.

Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um skógareldana og stjórnun skóglendis í Kaliforníu sem hann lét falla í síðustu viku. Hans fyrstu viðbrögð voru að beina spjótum sínum að stjórnun skóglendisins, henni væri ábótavant og væri að miklu leyti um að kenna.

Þegar blaðamenn spurðu hann hvort eyðileggingin í bænum Paradís hafi orðið til þess að breyta skoðunum hans um loftslagsbreytingar af mannavöldum svaraði Trump: „Nei, ég hef mjög sterkar skoðanir. Ég vil frábært loftslag og við munum fá það og við munum líka fá skóglendi sem verður mjög öruggt.“


Tengdar fréttir

Mun fleiri saknað en áður var talið

Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.