Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 07:45 Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn mannskæðustu skógareldar í sögu ríkisins. vísir/ap „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt í Kaliforníu, við höfum aldrei séð neitt þessu líkt hingað til. Þetta er eins og algjör eyðilegging,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti þegar hann kannaði aðstæður í Norður-Kaliforníu en svæðið hefur orðið illa úti í skógareldum sem geysa enn og að minnsta kosti 71 hefur látið lífið. „Fólk verður að sjá þetta með berum augum til að ná utan um það sem hefur gerst,“ sagði forsetinn í ræðu sem hann flutti í bænum Paradís. Kevin McCarthy, formaður þingflokks Repúblikana og þingmennirnir Ken Calvert og Doug LaMalfa voru með honum í för. Trump heimsótti aðgerðarmiðstöðina og hitti viðbragðsaðila og hældi þeim fyrir vel unnin störf. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um skógareldana og stjórnun skóglendis í Kaliforníu sem hann lét falla í síðustu viku. Hans fyrstu viðbrögð voru að beina spjótum sínum að stjórnun skóglendisins, henni væri ábótavant og væri að miklu leyti um að kenna. Þegar blaðamenn spurðu hann hvort eyðileggingin í bænum Paradís hafi orðið til þess að breyta skoðunum hans um loftslagsbreytingar af mannavöldum svaraði Trump: „Nei, ég hef mjög sterkar skoðanir. Ég vil frábært loftslag og við munum fá það og við munum líka fá skóglendi sem verður mjög öruggt.“ Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Alls 59 látnir og 130 enn saknað í Kaliforníu 450 manns leita nú skipulega í rústum húsa á svæðinu og í bílum sem brunnið hafa á aðliggjandi vegum. 15. nóvember 2018 08:02 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. 14. nóvember 2018 23:30 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt í Kaliforníu, við höfum aldrei séð neitt þessu líkt hingað til. Þetta er eins og algjör eyðilegging,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti þegar hann kannaði aðstæður í Norður-Kaliforníu en svæðið hefur orðið illa úti í skógareldum sem geysa enn og að minnsta kosti 71 hefur látið lífið. „Fólk verður að sjá þetta með berum augum til að ná utan um það sem hefur gerst,“ sagði forsetinn í ræðu sem hann flutti í bænum Paradís. Kevin McCarthy, formaður þingflokks Repúblikana og þingmennirnir Ken Calvert og Doug LaMalfa voru með honum í för. Trump heimsótti aðgerðarmiðstöðina og hitti viðbragðsaðila og hældi þeim fyrir vel unnin störf. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um skógareldana og stjórnun skóglendis í Kaliforníu sem hann lét falla í síðustu viku. Hans fyrstu viðbrögð voru að beina spjótum sínum að stjórnun skóglendisins, henni væri ábótavant og væri að miklu leyti um að kenna. Þegar blaðamenn spurðu hann hvort eyðileggingin í bænum Paradís hafi orðið til þess að breyta skoðunum hans um loftslagsbreytingar af mannavöldum svaraði Trump: „Nei, ég hef mjög sterkar skoðanir. Ég vil frábært loftslag og við munum fá það og við munum líka fá skóglendi sem verður mjög öruggt.“
Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Alls 59 látnir og 130 enn saknað í Kaliforníu 450 manns leita nú skipulega í rústum húsa á svæðinu og í bílum sem brunnið hafa á aðliggjandi vegum. 15. nóvember 2018 08:02 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. 14. nóvember 2018 23:30 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45
Alls 59 látnir og 130 enn saknað í Kaliforníu 450 manns leita nú skipulega í rústum húsa á svæðinu og í bílum sem brunnið hafa á aðliggjandi vegum. 15. nóvember 2018 08:02
Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27
Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. 14. nóvember 2018 23:30