Erlent

Mun fleiri saknað en áður var talið

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Staðfest talin látinna er nú komin í 63 og er talið að tæplega tólf þúsund byggingar séu ónýtar eftir eldinn.
Staðfest talin látinna er nú komin í 63 og er talið að tæplega tólf þúsund byggingar séu ónýtar eftir eldinn. AP/John Locher
Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. Miklar breytingar hafa verið á fjölda þeirra sem saknað er en talið er að einhverjir á listanum hafi flúið undan eldinum og viti ekki að þeirra sé saknað, samkvæmt embættismönnum á svæðinu.

Staðfest talin látinna er nú komin í 63 og er talið að tæplega tólf þúsund byggingar séu ónýtar eftir eldinn.

Kory Honea, lögreglustjórinn í Butte sýslu, þar sem Camp eldurinn geisar, segir að ástæðan fyrir svo mikilli fjölgun á meðal þeirra sem saknað er sé sú að björgunaraðilar hafi nú fengið tíma til að leggjast yfir tilkynningar til viðbragðsaðila og leggja betra mat á ástandið, fyrstu dagana hafi mikil ringulreið ríkt á svæðinu og erfitt að sjá heildarmyndina.

AP fréttaveitan segir að um 52 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín og haldi nú til í neyðarskýlum eða hjá vinum og ættingjum.Yfirvöld Kaliforníu segja að búið sé að ná tökum á stórum hluta Camp eldsins en ekki liggur fyrir hvenær hleypa á íbúum aftur inn á svæðið.


Tengdar fréttir

Leit að látnum gæti tekið vikur

Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.