Erlent

Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu

Atli Ísleifsson skrifar
Bærinn Paradise hefur svo gott sem verið jafnaður við jörðu eftir að skógareldarnir fóru þar yfir.
Bærinn Paradise hefur svo gott sem verið jafnaður við jörðu eftir að skógareldarnir fóru þar yfir. AP/John Locher
Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. Staðfest er að fimmtíu manns hafi látið lífið í eldunum, sem hafa farið yfir alls níu hundruð ferkílómetra lands.

Umfangsmestu eldarnir eru í norðurhluta Kaliforníu þar sem 48 manns hafa látið lífið og nærri átta þúsund bygginga orðið eldunum að bráð. Eldarnir þar hafa gengið undir nafninu „Camp Fire“ og eru þeir mannskæðustu og þeir eldar sem hafa valdið hvað mestri eyðileggingu í sögu Kaliforníu. Þeir eru sömuleiðis þeir kostnaðarsömustu sé litið til slökkvistarfs.

Þar hefur bærinn Paradise svo gott sem verið jafnaður við jörðu eftir að skógareldarnir fóru þar yfir, en þar er einnig búið að rýma bæina Magalia, Concow, Pulga, Butte Creek Canyon og Butte Valley.

Nálgast San Fernando dalinn

Eldar hafa einnig herjað á íbúa Los Angeles og nágrennis en þar hafa tveir látið lífið í eldunum sem hafa gengið undir nafninu Woolsey. Eldar hafa náð Los Angeles og Ventura, meðal annars hverfum eins og Malibu, Westlake Village og Thousand Oaks og nú nálgast hann San Fernando dalnum.

Á svipuðum slóðum eru þriðju eldarnir, Hill-eldarnir, sem hafa blossað upp á síðustu dögum. Líkt og Woolsey þá herja þeir á íbúa Ventura.

CBS  greinir frá því að alls séu um níu þúsund slökkviliðsmenn að störfum í Kaliforníu vegna eldanna.


Tengdar fréttir

Leit að látnum gæti tekið vikur

Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×