Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2018 08:00 Björgunarfólk leitar að eftirlifendum í rústum í Baguio á Filippseyjum norður af höfuðborginni Manila. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Gífurleg eyðilegging varð í suðurhluta Kína þegar fellibylurinn Mangkhut fór þar yfir í gær. Minnst 64 fórust þegar fellibylurinn fór yfir Filippseyjar. Mangkhut er einn versti fellibylurinn það sem af er ári en vindstyrkur hans var um og yfir 45 m/s. Storminum fylgdi gífurlegt úrhelli og þá gekk sjór víða á land. Áður en stormurinn náði landi mældist vindstyrkur mestur ríflega 70 m/s. Á föstudaginn fór stormurinn yfir norðurhluta Filippseyja. Eyjan Luzon, stærsta og fjölmennasta eyja klasans, varð verst úti en þetta er versta veður á eynni síðan árið 2010 þegar fellibylurinn Megi fór þar yfir. Filippseyjar urðu einnig illa úti árið 2013 þegar fellibylurinn Haiyan skall á suðurhluta þeirra. Yfirvöld sáu snemma í hvað stefndi og voru tugir þúsunda fluttir af þeim svæðum sem talið var að yrðu verst úti. Hæsta viðbúnaðarstig var á eynni, skólum og opinberum stofnunum var lokað og fólk beðið um að vera í vari á meðan óveðrið geisaði. Sem fyrr segir fylgdi storminum gífurlegt úrhelli og féllu skriður á vegi og hús víða. Héruðin Cordillera og Nueva Vizcaya urðu verst úti. Minnst 64 týndu lífi en þar af voru 26 námamenn í gullnámu í Itogon sem urðu innlyksa þegar skriða féll á námu þeirra. Þá létust tveir björgunarmenn þegar þeir komu á vettvang slyssins. Átta er enn saknað. Þá er óttast um afdrif fjölda bænda sem freistuðu þess að bjarga hrísgrjóna- og maísuppskeru ársins áður en stormurinn skall á. Mannvirki eru víða rústir einar og því erfiðleikum háð fyrir viðbragðsaðila að koma bágstöddum til aðstoðar. Yfirvöld telja víst að tala látinna víðs vegar um eyjuna muni hækka enn. Eftir að hafa farið yfir Filippseyjar lá leið Mangkhut til Kína. Þá hafði dregið nokkuð úr vindhraða. Yfirvöld létu flytja um 2,4 milljónir manna á brott áður en veðrið skall á. Stormurinn náði landi í gær í Jiangmen í Guangdong-héraði við suðurströnd landsins. Héraðið varð illa úti í hamförunum. Sömu sögu er einnig að segja af Hong Kong og Macau en spilavítum á síðarnefnda svæðinu var skipað að skella í lás. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist. Í Hong Kong var ástandið afar slæmt. Á veraldarvefnum má sjá myndbönd af því þegar veðurofsinn rífur tré upp með rótum og hendir þeim svo til líkt og um smávægilegt plastrusl sé að ræða. Gler í fjölda húsa lét undan barningnum og sömu sögu er einnig að segja af klæðningum fjölda háhýsa og raflínum. Hús við ströndina urðu illa úti þegar sjór gekk á land. Rafmagnslaust er á stórum svæðum. Tölur um manntjón liggja ekki fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Gífurleg eyðilegging varð í suðurhluta Kína þegar fellibylurinn Mangkhut fór þar yfir í gær. Minnst 64 fórust þegar fellibylurinn fór yfir Filippseyjar. Mangkhut er einn versti fellibylurinn það sem af er ári en vindstyrkur hans var um og yfir 45 m/s. Storminum fylgdi gífurlegt úrhelli og þá gekk sjór víða á land. Áður en stormurinn náði landi mældist vindstyrkur mestur ríflega 70 m/s. Á föstudaginn fór stormurinn yfir norðurhluta Filippseyja. Eyjan Luzon, stærsta og fjölmennasta eyja klasans, varð verst úti en þetta er versta veður á eynni síðan árið 2010 þegar fellibylurinn Megi fór þar yfir. Filippseyjar urðu einnig illa úti árið 2013 þegar fellibylurinn Haiyan skall á suðurhluta þeirra. Yfirvöld sáu snemma í hvað stefndi og voru tugir þúsunda fluttir af þeim svæðum sem talið var að yrðu verst úti. Hæsta viðbúnaðarstig var á eynni, skólum og opinberum stofnunum var lokað og fólk beðið um að vera í vari á meðan óveðrið geisaði. Sem fyrr segir fylgdi storminum gífurlegt úrhelli og féllu skriður á vegi og hús víða. Héruðin Cordillera og Nueva Vizcaya urðu verst úti. Minnst 64 týndu lífi en þar af voru 26 námamenn í gullnámu í Itogon sem urðu innlyksa þegar skriða féll á námu þeirra. Þá létust tveir björgunarmenn þegar þeir komu á vettvang slyssins. Átta er enn saknað. Þá er óttast um afdrif fjölda bænda sem freistuðu þess að bjarga hrísgrjóna- og maísuppskeru ársins áður en stormurinn skall á. Mannvirki eru víða rústir einar og því erfiðleikum háð fyrir viðbragðsaðila að koma bágstöddum til aðstoðar. Yfirvöld telja víst að tala látinna víðs vegar um eyjuna muni hækka enn. Eftir að hafa farið yfir Filippseyjar lá leið Mangkhut til Kína. Þá hafði dregið nokkuð úr vindhraða. Yfirvöld létu flytja um 2,4 milljónir manna á brott áður en veðrið skall á. Stormurinn náði landi í gær í Jiangmen í Guangdong-héraði við suðurströnd landsins. Héraðið varð illa úti í hamförunum. Sömu sögu er einnig að segja af Hong Kong og Macau en spilavítum á síðarnefnda svæðinu var skipað að skella í lás. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist. Í Hong Kong var ástandið afar slæmt. Á veraldarvefnum má sjá myndbönd af því þegar veðurofsinn rífur tré upp með rótum og hendir þeim svo til líkt og um smávægilegt plastrusl sé að ræða. Gler í fjölda húsa lét undan barningnum og sömu sögu er einnig að segja af klæðningum fjölda háhýsa og raflínum. Hús við ströndina urðu illa úti þegar sjór gekk á land. Rafmagnslaust er á stórum svæðum. Tölur um manntjón liggja ekki fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42
Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56