Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2018 11:16 Peter Dutton gæti orðið næsti forsætisráðherra Ástralíu. Vísir/EPA Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að þingmaður úr Frjálslynda flokki hans skoraði hann á hólm í leiðtogakosningu. Áskorandanum er lýst sem harðlínuhægrimanni í innflytjenda- og loftslagsmálum. Turnbull var gerður afturreka með frumvarp um orkumál í vikunni vegna andstöðu hluta eigin flokks. Féll forsætisráðherrann þá frá markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Staða Turnbull hefur aðeins versnað síðan með afsögnum ráðherra úr ríkisstjórninni. Undir forystu hans hefur flokknum vegnað illa í skoðanakönnunum undanfarið en búist er við að boðað verði til kosninga fyrir maí á næsta ári. Forsætisráðherrann stóð af sér atlögu að formennskunni í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins í gær. Peter Dutton, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur hins vegar sagt að hann bjóði sig fram í leiðtogakjöri gegn Turnbull. Dutton hefur talað fyrir harðlínustefnu í málefnum innflytjenda. Hann vill snúa við bátum hælisleitenda, svipta öfgamenn ríkisborgararétti og herða kröfur um færni í ensku fyrir innflytjendur sem sækjast eftir ríkisborgararétti, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vakti töluverða hneykslan þegar Dutton sagði að hvítir bændur í Suður-Afríku sem væru í hættu af því að vera beittir ofbeldi í heimalandinu ættu að fá stöðu flóttamanna því að þeir „þurfa hjálp frá siðmenntuðu landi“.CNN-fréttastofan segir að líkurnar á að ástralska ríkisstjórnin grípi til aðgerða í loftslagsmálum dvíni enn frekar nái Dutton völdum í Frjálslynda flokknum. Þar geisar engu að síður versti þurrkur í manna minnum sem vísindamenn segja að hnattræn hlýnun hafi gert líklegri til að eiga sér stað. Fjöldi kjarrelda hefur fylgt þurrkinum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, berst nú fyrir pólitísku lífi sínu eftir að þingmaður úr Frjálslynda flokki hans skoraði hann á hólm í leiðtogakosningu. Áskorandanum er lýst sem harðlínuhægrimanni í innflytjenda- og loftslagsmálum. Turnbull var gerður afturreka með frumvarp um orkumál í vikunni vegna andstöðu hluta eigin flokks. Féll forsætisráðherrann þá frá markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Staða Turnbull hefur aðeins versnað síðan með afsögnum ráðherra úr ríkisstjórninni. Undir forystu hans hefur flokknum vegnað illa í skoðanakönnunum undanfarið en búist er við að boðað verði til kosninga fyrir maí á næsta ári. Forsætisráðherrann stóð af sér atlögu að formennskunni í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins í gær. Peter Dutton, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur hins vegar sagt að hann bjóði sig fram í leiðtogakjöri gegn Turnbull. Dutton hefur talað fyrir harðlínustefnu í málefnum innflytjenda. Hann vill snúa við bátum hælisleitenda, svipta öfgamenn ríkisborgararétti og herða kröfur um færni í ensku fyrir innflytjendur sem sækjast eftir ríkisborgararétti, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá vakti töluverða hneykslan þegar Dutton sagði að hvítir bændur í Suður-Afríku sem væru í hættu af því að vera beittir ofbeldi í heimalandinu ættu að fá stöðu flóttamanna því að þeir „þurfa hjálp frá siðmenntuðu landi“.CNN-fréttastofan segir að líkurnar á að ástralska ríkisstjórnin grípi til aðgerða í loftslagsmálum dvíni enn frekar nái Dutton völdum í Frjálslynda flokknum. Þar geisar engu að síður versti þurrkur í manna minnum sem vísindamenn segja að hnattræn hlýnun hafi gert líklegri til að eiga sér stað. Fjöldi kjarrelda hefur fylgt þurrkinum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17
Ástralía skraufþurr Gríðarmiklir þurrkar hafa leikið eitt stærsta landbúnaðarhérað Ástralíu grátt. 8. ágúst 2018 07:00
Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30