Erlent

Turnbull áfram formaður

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu.
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu. Vísir/EPA
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu stóð af sér tilraun til að velta honum úr sessi úr formannssæti frjálslynda flokksins þar í landi í gær. Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur.

Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, hafði augastað á formannssætinu og boðaði Turnbull sjálfur til leiðtogakjörsins til að útkljá málið. Turnbull hlaut 48 atkvæði gegn 35 atkvæðum Dutton. Dutton hefur nú sagt af sér ráðherraembætti og hyggst starfa áfram sem óbreyttur þingmaður.

Turnbull þykir nokkuð umddeildur og virðast margir samflokksmenn hans hafa fengið nóg þegar hann þurfti að draga til baka áætlun um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda en áætlunin var of umdeild innan flokksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×