Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2018 21:32 Macron með Alexandre Benalla, öryggisverði sínum, sem sást á myndum taka harkalega á mótmælendum á 1. maí. Vísir/AP Skoðanakannanir í Frakklandi leiða í ljós að vinsældir Emmanuels Macron forseta hafa ekki verið minni frá því hann var kjörinn í fyrra. Hneykslismál sem tengist fyrrverandi öryggisverði forsetans er talið skýra dýfuna sem vinsældir forsetans hafa tekið en ríkisstjórn hans stendur einnig frammi fyrir tveimur vantrauststillögum á þingi. Aðeins 36,3% svarenda í könnunum segja ánægð með frammistöðu Macron í embætti. Það er 3,1 prósentustigi minna en í júní. Fyrir ári var rétt um helmingur ánægður með störf forsetans, að sögn Politico. Macron þykir ekki hafa tekið vel á málum þegar fyrrverandi öryggisvörður hans réðst á mótmælendur á baráttudegi verkalýðsins í París í maí. Hann segist axla ábyrgð á gjörðum varðarins en kenndi um leið fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni um að hafa gert of mikið úr málinu. Forsetinn hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir þau viðbrögð. Hann er einnig sagður þykja í litlum tengslum við þjóð sína og þá hefur íburðarmikill lífsstíll hans vakið gagnrýni. Tengdar fréttir Emmanuel Macron sakaður um að hylma yfir ofbeldi öryggisvarðar síns Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi í einkennisklæðum lögreglumanns. 20. júlí 2018 15:29 Öryggisvörður Macron ákærður Alexandre Benalla, Fyrrverandi öryggisvörður og aðstoðarmaður Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur verið ákærður fyrir ofbeldi, ólöglegan burð lögreglumerkis og þrjá aðra glæpi. 22. júlí 2018 23:15 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Svaraði fyrir refsileysi Benalla Innanríkisráðherra Frakka sagði það ekki í sínum verkahring að upplýsa saksóknara um meint brot yfirmanns öryggismála hjá forsetanum. Sagði einungis forseta og lögreglu frá málinu. Macron forseti hefur enn ekki tjáð sig um málið en fyrirskipaði uppstokkun í starfsliði sínu. 24. júlí 2018 06:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Skoðanakannanir í Frakklandi leiða í ljós að vinsældir Emmanuels Macron forseta hafa ekki verið minni frá því hann var kjörinn í fyrra. Hneykslismál sem tengist fyrrverandi öryggisverði forsetans er talið skýra dýfuna sem vinsældir forsetans hafa tekið en ríkisstjórn hans stendur einnig frammi fyrir tveimur vantrauststillögum á þingi. Aðeins 36,3% svarenda í könnunum segja ánægð með frammistöðu Macron í embætti. Það er 3,1 prósentustigi minna en í júní. Fyrir ári var rétt um helmingur ánægður með störf forsetans, að sögn Politico. Macron þykir ekki hafa tekið vel á málum þegar fyrrverandi öryggisvörður hans réðst á mótmælendur á baráttudegi verkalýðsins í París í maí. Hann segist axla ábyrgð á gjörðum varðarins en kenndi um leið fjölmiðlum og stjórnarandstöðunni um að hafa gert of mikið úr málinu. Forsetinn hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir þau viðbrögð. Hann er einnig sagður þykja í litlum tengslum við þjóð sína og þá hefur íburðarmikill lífsstíll hans vakið gagnrýni.
Tengdar fréttir Emmanuel Macron sakaður um að hylma yfir ofbeldi öryggisvarðar síns Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi í einkennisklæðum lögreglumanns. 20. júlí 2018 15:29 Öryggisvörður Macron ákærður Alexandre Benalla, Fyrrverandi öryggisvörður og aðstoðarmaður Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur verið ákærður fyrir ofbeldi, ólöglegan burð lögreglumerkis og þrjá aðra glæpi. 22. júlí 2018 23:15 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Svaraði fyrir refsileysi Benalla Innanríkisráðherra Frakka sagði það ekki í sínum verkahring að upplýsa saksóknara um meint brot yfirmanns öryggismála hjá forsetanum. Sagði einungis forseta og lögreglu frá málinu. Macron forseti hefur enn ekki tjáð sig um málið en fyrirskipaði uppstokkun í starfsliði sínu. 24. júlí 2018 06:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Emmanuel Macron sakaður um að hylma yfir ofbeldi öryggisvarðar síns Öryggisvörður Emmanuel Macron Frakklandsforseta var færður í varðhald í morgun eftir að myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sést beita tvo mótmælendur ofbeldi í einkennisklæðum lögreglumanns. 20. júlí 2018 15:29
Öryggisvörður Macron ákærður Alexandre Benalla, Fyrrverandi öryggisvörður og aðstoðarmaður Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur verið ákærður fyrir ofbeldi, ólöglegan burð lögreglumerkis og þrjá aðra glæpi. 22. júlí 2018 23:15
Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56
Svaraði fyrir refsileysi Benalla Innanríkisráðherra Frakka sagði það ekki í sínum verkahring að upplýsa saksóknara um meint brot yfirmanns öryggismála hjá forsetanum. Sagði einungis forseta og lögreglu frá málinu. Macron forseti hefur enn ekki tjáð sig um málið en fyrirskipaði uppstokkun í starfsliði sínu. 24. júlí 2018 06:00