Öryggisvörður Macron ákærður Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2018 23:15 Benalla stendur hér við hlið Macron. Vísir/AP Alexandre Benalla, Fyrrverandi öryggisvörður og aðstoðarmaður Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur verið ákærður fyrir ofbeldi, ólöglegan burð lögreglumerkis og þrjá aðra glæpi. Myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sást beita tvo mótmælendur ofbeldi klæddur í einkennisklæði lögreglumanns. Myndbandið sem um ræðir var tekið í mótmælum sem fóru fram á verkalýðsdaginn þann 1. maí síðastliðinn. Benalla hafði beðið um frídag til þess að fylgjast með störfum lögreglu þann daginn, en hann starfaði áður sem öryggisvörður en þó aldrei innan lögreglunnar. Í mótmælunum veittist Benalla að tveimur mótmælendum, karli og konu, og dró þau úr fjöldanum þar sem hann réðst á manninn, lamdi hann og stappaði á honum. Óeirðalögregla fylgdist með framgöngu Benalla án þess að skerast í leikinn, en Benalla var klæddur sem lögregluþjónn á mótmælunum. Fjórir aðrir hafa einnig verið handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Emmanuel Macron sakaður um að hylma yfir ofbeldi öryggisvarðar sínsBenalla var sendur í tveggja vikna leyfi í kjölfar árásarinnar, en sneri aftur til starfa eftir það. Hann var settur í annarskonar störf, en hélt þó starfi sínu í innsta hring forsetans og var meðal annars í liðsrútunni ásamt forsetanum eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu. Eftir að myndbandið komst í dreifingu í fjölmiðlum reyndi Benalla, ásamt fleiri starfsmönnum forsetans, að komast yfir öryggismyndefni og stela því. Þrír lögreglumenn, þar á meðal tveir háttsettir innan stéttarinnar, voru sendir í leyfi eftir atvikið. Hann var svo rekinn á föstudaginn. Eftir ríkisstjórnarfund í dag sagði aðstoðarmaður Macron, samkvæmt France24 að forsetinn teldi athæfi Benalla „óásættanlegt“. Þá sagði hann að ekki hefði verið reynt að þagga málið niður og það myndi fara í gegnum dómskerfið án einhvers konar afskipta.Guardian segir frá því að Benalla hafi ætlað að giftast unnustu sinni í gær en hætt hafi verið við brúðkaupið þar sem hann hafi verið í haldi lögreglu. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Alexandre Benalla, Fyrrverandi öryggisvörður og aðstoðarmaður Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hefur verið ákærður fyrir ofbeldi, ólöglegan burð lögreglumerkis og þrjá aðra glæpi. Myndband af honum birtist í fjölmiðlum í vikunni þar sem hann sást beita tvo mótmælendur ofbeldi klæddur í einkennisklæði lögreglumanns. Myndbandið sem um ræðir var tekið í mótmælum sem fóru fram á verkalýðsdaginn þann 1. maí síðastliðinn. Benalla hafði beðið um frídag til þess að fylgjast með störfum lögreglu þann daginn, en hann starfaði áður sem öryggisvörður en þó aldrei innan lögreglunnar. Í mótmælunum veittist Benalla að tveimur mótmælendum, karli og konu, og dró þau úr fjöldanum þar sem hann réðst á manninn, lamdi hann og stappaði á honum. Óeirðalögregla fylgdist með framgöngu Benalla án þess að skerast í leikinn, en Benalla var klæddur sem lögregluþjónn á mótmælunum. Fjórir aðrir hafa einnig verið handteknir vegna málsins.Sjá einnig: Emmanuel Macron sakaður um að hylma yfir ofbeldi öryggisvarðar sínsBenalla var sendur í tveggja vikna leyfi í kjölfar árásarinnar, en sneri aftur til starfa eftir það. Hann var settur í annarskonar störf, en hélt þó starfi sínu í innsta hring forsetans og var meðal annars í liðsrútunni ásamt forsetanum eftir sigurinn á heimsmeistaramótinu. Eftir að myndbandið komst í dreifingu í fjölmiðlum reyndi Benalla, ásamt fleiri starfsmönnum forsetans, að komast yfir öryggismyndefni og stela því. Þrír lögreglumenn, þar á meðal tveir háttsettir innan stéttarinnar, voru sendir í leyfi eftir atvikið. Hann var svo rekinn á föstudaginn. Eftir ríkisstjórnarfund í dag sagði aðstoðarmaður Macron, samkvæmt France24 að forsetinn teldi athæfi Benalla „óásættanlegt“. Þá sagði hann að ekki hefði verið reynt að þagga málið niður og það myndi fara í gegnum dómskerfið án einhvers konar afskipta.Guardian segir frá því að Benalla hafi ætlað að giftast unnustu sinni í gær en hætt hafi verið við brúðkaupið þar sem hann hafi verið í haldi lögreglu.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira