Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2018 12:21 May forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag. Vísir/EPA Nýir ráðherrar tóku sæti á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í dag eftir afsagnir tveggja áhrifamikilla ráðherra úr ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Ríkisstjórnin ætlar að kynna skýrslu um áætlun sína um Brexit á fimmtudag þrátt fyrir ólgu og óvissu um framtíð May sem leiðtoga flokks síns og ríkisstjórnarinnar. Boris Johnson, utanríkisráðherra, og David Davis, aðalsamningamaður ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið um útgöngu Breta, sögðu af sér í kjölfar fundar á föstudag þar sem May lagði fram áætlun sína um hvernig sambandi Bretlands við ESB yrði háttað í framtíðinni. Tvímenningarnir og fleiri Brexit-harðlínumenn innan Íhaldsflokksins telja áætlun May ekki ganga nógu langt í að slíta á tengsl Bretlands við Evrópusambandið. „Draumurinn um Brexit er að deyja, kæfður af óþarfa sjálfsefa,“ sagði Johnson í afsagnarbréfi sínu til May. Davis sagði að Bretland myndi gefa of mikið eftir og of auðveldlega í viðræðum við ESB. Fleiri lægra settir meðlimir í stjórn May hafa einnig sagt af sér vegna óánægju með áætlun hennar. Jeremy Hunt, sem áður var heilbrigðisráðherra, hefur tekið við sem utanríkisráðherra. Dominic Raab tekur við forystu viðræðna við ESB. Honum er lýst sem einörðum stuðningsmanni útgöngunnar úr ESB.Hóta vantrausti en hafa líklega ekki atkvæðinThe Guardian segir að ríkisstjórnin ætli að kynna hvítbók sína um Brexit á fimmtudag en vangaveltur höfðu verið uppi um að birtingu hennar yrði frestað fram í næstu viku vegna óróans innan ríkisstjórnarinnar síðustu daga. Bretar eiga að ganga úr Evrópusambandinu eftir mars á næsta ári en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna, meðal annars vegna klofnings innan Íhaldsflokks May. Í Brussel segir breska ríkisútvarpið BBC að ráðamenn ESB óttist að óeiningin í röðum breskra íhaldsmanna eigi eftir að leiða til þess að Bretar gangi út án samkomulags um viðskipti og önnur mál. Tíminn til að ná samkomulagi sé einfaldlega orðin of naumur. Ekki sér fyrir endann á innanflokksátökunum. Harðlínumennirnir eru sagðir hafa hótað því að leggja fram vantraust á forystu May innan flokksins. Talið er að þeir hafi stuðning 48 þingmanna flokksins sem til þarf fyrir vantraust. Politico segir að þeir séu hins vegar fjarri þeim 159 þingmönnum sem þarf til að samþykkja það. Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Nýir ráðherrar tóku sæti á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í dag eftir afsagnir tveggja áhrifamikilla ráðherra úr ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Ríkisstjórnin ætlar að kynna skýrslu um áætlun sína um Brexit á fimmtudag þrátt fyrir ólgu og óvissu um framtíð May sem leiðtoga flokks síns og ríkisstjórnarinnar. Boris Johnson, utanríkisráðherra, og David Davis, aðalsamningamaður ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið um útgöngu Breta, sögðu af sér í kjölfar fundar á föstudag þar sem May lagði fram áætlun sína um hvernig sambandi Bretlands við ESB yrði háttað í framtíðinni. Tvímenningarnir og fleiri Brexit-harðlínumenn innan Íhaldsflokksins telja áætlun May ekki ganga nógu langt í að slíta á tengsl Bretlands við Evrópusambandið. „Draumurinn um Brexit er að deyja, kæfður af óþarfa sjálfsefa,“ sagði Johnson í afsagnarbréfi sínu til May. Davis sagði að Bretland myndi gefa of mikið eftir og of auðveldlega í viðræðum við ESB. Fleiri lægra settir meðlimir í stjórn May hafa einnig sagt af sér vegna óánægju með áætlun hennar. Jeremy Hunt, sem áður var heilbrigðisráðherra, hefur tekið við sem utanríkisráðherra. Dominic Raab tekur við forystu viðræðna við ESB. Honum er lýst sem einörðum stuðningsmanni útgöngunnar úr ESB.Hóta vantrausti en hafa líklega ekki atkvæðinThe Guardian segir að ríkisstjórnin ætli að kynna hvítbók sína um Brexit á fimmtudag en vangaveltur höfðu verið uppi um að birtingu hennar yrði frestað fram í næstu viku vegna óróans innan ríkisstjórnarinnar síðustu daga. Bretar eiga að ganga úr Evrópusambandinu eftir mars á næsta ári en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna, meðal annars vegna klofnings innan Íhaldsflokks May. Í Brussel segir breska ríkisútvarpið BBC að ráðamenn ESB óttist að óeiningin í röðum breskra íhaldsmanna eigi eftir að leiða til þess að Bretar gangi út án samkomulags um viðskipti og önnur mál. Tíminn til að ná samkomulagi sé einfaldlega orðin of naumur. Ekki sér fyrir endann á innanflokksátökunum. Harðlínumennirnir eru sagðir hafa hótað því að leggja fram vantraust á forystu May innan flokksins. Talið er að þeir hafi stuðning 48 þingmanna flokksins sem til þarf fyrir vantraust. Politico segir að þeir séu hins vegar fjarri þeim 159 þingmönnum sem þarf til að samþykkja það.
Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05
Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14