Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2018 12:21 May forsætisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í hádeginu í dag. Vísir/EPA Nýir ráðherrar tóku sæti á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í dag eftir afsagnir tveggja áhrifamikilla ráðherra úr ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Ríkisstjórnin ætlar að kynna skýrslu um áætlun sína um Brexit á fimmtudag þrátt fyrir ólgu og óvissu um framtíð May sem leiðtoga flokks síns og ríkisstjórnarinnar. Boris Johnson, utanríkisráðherra, og David Davis, aðalsamningamaður ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið um útgöngu Breta, sögðu af sér í kjölfar fundar á föstudag þar sem May lagði fram áætlun sína um hvernig sambandi Bretlands við ESB yrði háttað í framtíðinni. Tvímenningarnir og fleiri Brexit-harðlínumenn innan Íhaldsflokksins telja áætlun May ekki ganga nógu langt í að slíta á tengsl Bretlands við Evrópusambandið. „Draumurinn um Brexit er að deyja, kæfður af óþarfa sjálfsefa,“ sagði Johnson í afsagnarbréfi sínu til May. Davis sagði að Bretland myndi gefa of mikið eftir og of auðveldlega í viðræðum við ESB. Fleiri lægra settir meðlimir í stjórn May hafa einnig sagt af sér vegna óánægju með áætlun hennar. Jeremy Hunt, sem áður var heilbrigðisráðherra, hefur tekið við sem utanríkisráðherra. Dominic Raab tekur við forystu viðræðna við ESB. Honum er lýst sem einörðum stuðningsmanni útgöngunnar úr ESB.Hóta vantrausti en hafa líklega ekki atkvæðinThe Guardian segir að ríkisstjórnin ætli að kynna hvítbók sína um Brexit á fimmtudag en vangaveltur höfðu verið uppi um að birtingu hennar yrði frestað fram í næstu viku vegna óróans innan ríkisstjórnarinnar síðustu daga. Bretar eiga að ganga úr Evrópusambandinu eftir mars á næsta ári en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna, meðal annars vegna klofnings innan Íhaldsflokks May. Í Brussel segir breska ríkisútvarpið BBC að ráðamenn ESB óttist að óeiningin í röðum breskra íhaldsmanna eigi eftir að leiða til þess að Bretar gangi út án samkomulags um viðskipti og önnur mál. Tíminn til að ná samkomulagi sé einfaldlega orðin of naumur. Ekki sér fyrir endann á innanflokksátökunum. Harðlínumennirnir eru sagðir hafa hótað því að leggja fram vantraust á forystu May innan flokksins. Talið er að þeir hafi stuðning 48 þingmanna flokksins sem til þarf fyrir vantraust. Politico segir að þeir séu hins vegar fjarri þeim 159 þingmönnum sem þarf til að samþykkja það. Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Nýir ráðherrar tóku sæti á sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í dag eftir afsagnir tveggja áhrifamikilla ráðherra úr ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Ríkisstjórnin ætlar að kynna skýrslu um áætlun sína um Brexit á fimmtudag þrátt fyrir ólgu og óvissu um framtíð May sem leiðtoga flokks síns og ríkisstjórnarinnar. Boris Johnson, utanríkisráðherra, og David Davis, aðalsamningamaður ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið um útgöngu Breta, sögðu af sér í kjölfar fundar á föstudag þar sem May lagði fram áætlun sína um hvernig sambandi Bretlands við ESB yrði háttað í framtíðinni. Tvímenningarnir og fleiri Brexit-harðlínumenn innan Íhaldsflokksins telja áætlun May ekki ganga nógu langt í að slíta á tengsl Bretlands við Evrópusambandið. „Draumurinn um Brexit er að deyja, kæfður af óþarfa sjálfsefa,“ sagði Johnson í afsagnarbréfi sínu til May. Davis sagði að Bretland myndi gefa of mikið eftir og of auðveldlega í viðræðum við ESB. Fleiri lægra settir meðlimir í stjórn May hafa einnig sagt af sér vegna óánægju með áætlun hennar. Jeremy Hunt, sem áður var heilbrigðisráðherra, hefur tekið við sem utanríkisráðherra. Dominic Raab tekur við forystu viðræðna við ESB. Honum er lýst sem einörðum stuðningsmanni útgöngunnar úr ESB.Hóta vantrausti en hafa líklega ekki atkvæðinThe Guardian segir að ríkisstjórnin ætli að kynna hvítbók sína um Brexit á fimmtudag en vangaveltur höfðu verið uppi um að birtingu hennar yrði frestað fram í næstu viku vegna óróans innan ríkisstjórnarinnar síðustu daga. Bretar eiga að ganga úr Evrópusambandinu eftir mars á næsta ári en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra um hvernig sambandi þeirra verður háttað eftir útgönguna, meðal annars vegna klofnings innan Íhaldsflokks May. Í Brussel segir breska ríkisútvarpið BBC að ráðamenn ESB óttist að óeiningin í röðum breskra íhaldsmanna eigi eftir að leiða til þess að Bretar gangi út án samkomulags um viðskipti og önnur mál. Tíminn til að ná samkomulagi sé einfaldlega orðin of naumur. Ekki sér fyrir endann á innanflokksátökunum. Harðlínumennirnir eru sagðir hafa hótað því að leggja fram vantraust á forystu May innan flokksins. Talið er að þeir hafi stuðning 48 þingmanna flokksins sem til þarf fyrir vantraust. Politico segir að þeir séu hins vegar fjarri þeim 159 þingmönnum sem þarf til að samþykkja það.
Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17 Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02 Dominic Raab nýr Brexitmálaráðherra David Davis sagði af sér embætti í gærkvöldi. 9. júlí 2018 09:31 Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05
Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag var Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbriðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 22:17
Brexitmálaráðherrann segir af sér David Davis hefur sagt af sér embætti sem Brexitmálaráðherra Bretlands. 8. júlí 2018 23:02
Spenna innan bresku ríkisstjórnarinnar fyrir Brexit-uppgjör Breska ríkisstjórnin reynir að stilla saman strengi sína varðandi Brexit á fundi utan við London í dag. Jafnvel er búist við afsögnum ráðherra. 6. júlí 2018 12:14