Segjast hafa fundið nöfn 47 manna sem Rússar vilja feiga Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2018 23:44 Babchenko er hér fyrir miðju. Lutsenko er hægra megin við hann. Vísir/AP Yfirvöld Úkraínu vinna nú að því að sannfæra bandamenn sína um að þörf hafi verið á því að sviðsetja morð rússnesks blaðamann sem flúði frá Rússlandi til Úkraínu. Aðgerðin er sögð hafa leitt til uppgötvunar lista yfir 47 nöfn manna sem yfirvöld Rússlands vilji feiga í Evrópu. Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í gær þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af.Sjá einnig: Horfði á fréttir af eigin „morði“ úr líkhúsiYuriy Lutsenko, æðsti saksóknari Úkraínu, fundaði í dag með embættismönnum frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum bandamönnum Úkraínu, þar sem hann fór yfir málið með þeim.Eftir fundinn sagði Lutsenko að sviðsetningin hefði verið nauðsynleg og hún hefði gert rannsakendum kleift að öðlast upplýsingar um hver það væri sem vildi Babchenko feigan. Hann sagði rannsakendur hafa fundið lista með 47 nöfnum manna sem væru í hættu og sagði að þar á meðal væru bæði blaðamenn frá Úkraínu og Rússlandi. Þar að auki sagði hann sönnunargögn um aðkomu leyniþjónsta Rússlands að málinu. Þau sönnunargögn yrðu opinberuð síðar. Erindreki Evrópusambandsins, sem sótti fundinn og ræddi við Reuters undir nafnleynd, sagði Lutsenko hafa fært góð rök fyrir aðgerðinni umdeildu. „Ég er ánægður, aðrir eru ánægðari en þeir voru. Í myndi segja að þetta hefði verið rétt gert hjá þeim. Hann sagði Lutsenko hafa viðurkennt að viðbrögð fjölmiðla hefðu komið þeim á óvart og að yfirvöld Úkraínu hefðu ekki haldið rétt á spöðunum varðandi fjölmiðla. Tveir sjónvarpsþulir sem starfa í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeim hafi borist upplýsingar frá yfirvöldum um að þeir væru á áðurnefndum lista. Mennirnir, sem eru frá Úkraínu og Rússlandi, segjast nú vera í felum og undir vernd ríkisins. Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að málinu og segja að um áróðursherferð sé að ræða. Trúverðugleiki er þó Úkraínumönnum mikilvægur þar sem þeir hafa reitt sig á mikla fjárhagslega hjálp frá Bandaríkjunum, ESB og öðrum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu og studdu uppreisn aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum í Úkraínu á undanförnum árum. Úkraína Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46 Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Yfirvöld Úkraínu vinna nú að því að sannfæra bandamenn sína um að þörf hafi verið á því að sviðsetja morð rússnesks blaðamann sem flúði frá Rússlandi til Úkraínu. Aðgerðin er sögð hafa leitt til uppgötvunar lista yfir 47 nöfn manna sem yfirvöld Rússlands vilji feiga í Evrópu. Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í gær þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af.Sjá einnig: Horfði á fréttir af eigin „morði“ úr líkhúsiYuriy Lutsenko, æðsti saksóknari Úkraínu, fundaði í dag með embættismönnum frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og öðrum bandamönnum Úkraínu, þar sem hann fór yfir málið með þeim.Eftir fundinn sagði Lutsenko að sviðsetningin hefði verið nauðsynleg og hún hefði gert rannsakendum kleift að öðlast upplýsingar um hver það væri sem vildi Babchenko feigan. Hann sagði rannsakendur hafa fundið lista með 47 nöfnum manna sem væru í hættu og sagði að þar á meðal væru bæði blaðamenn frá Úkraínu og Rússlandi. Þar að auki sagði hann sönnunargögn um aðkomu leyniþjónsta Rússlands að málinu. Þau sönnunargögn yrðu opinberuð síðar. Erindreki Evrópusambandsins, sem sótti fundinn og ræddi við Reuters undir nafnleynd, sagði Lutsenko hafa fært góð rök fyrir aðgerðinni umdeildu. „Ég er ánægður, aðrir eru ánægðari en þeir voru. Í myndi segja að þetta hefði verið rétt gert hjá þeim. Hann sagði Lutsenko hafa viðurkennt að viðbrögð fjölmiðla hefðu komið þeim á óvart og að yfirvöld Úkraínu hefðu ekki haldið rétt á spöðunum varðandi fjölmiðla. Tveir sjónvarpsþulir sem starfa í Úkraínu hafa lýst því yfir að þeim hafi borist upplýsingar frá yfirvöldum um að þeir væru á áðurnefndum lista. Mennirnir, sem eru frá Úkraínu og Rússlandi, segjast nú vera í felum og undir vernd ríkisins. Rússar þvertaka fyrir að hafa komið að málinu og segja að um áróðursherferð sé að ræða. Trúverðugleiki er þó Úkraínumönnum mikilvægur þar sem þeir hafa reitt sig á mikla fjárhagslega hjálp frá Bandaríkjunum, ESB og öðrum eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu og studdu uppreisn aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Minnst tíu þúsund manns hafa fallið í átökunum í Úkraínu á undanförnum árum.
Úkraína Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46 Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi „Ég valdi að lifa af,“ segir Arkady Babchenko, sem tók þátt í að sviðsetja morð sitt í Úkraínu. 31. maí 2018 19:46
Auðmaður í gæsluvarðhaldi vegna „morðsins“ Dómstóll í Úkraínu hefur samþykkt gæsluvarðhald yfir auðmanni sem talinn er hafa lagt á ráðin um að myrða rússneska blaðamanninn, sem talið var að hafi verið myrtur í vikunni. 1. júní 2018 06:54
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05