Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2018 21:10 Arkady Babchenko. Vísir/AP Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko var skotinn til bana í íbúð sinni í Kænugarði í Úkraínu í dag. Eiginkona hans fann hann í fjölbýlishúsi þeirra og var hann úrskurðaður látinn í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. Þá sagði Babchenko að honum hafði verið hótað dauða og hann óttaðist að vera fangelsaður. Lögreglan segir hann hafa verið skotinn margsinnis í bakið og er talið að morðingi hans hafi beðið í stigaganginum í húsi þeirra og skotið Babchenko þegar hann var á leið út í búð. Babchenko hafði þjónað í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Þegar lögreglustjóri Kænugarðs var spurður út í mögulega ástæðu morðsins benti hann fyrst og fremst á störf hans og sagðist telja Babchenko hafa verið myrtan vegna þeirra. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum. Úkraínskur þingmaður sagði á Facebook að rannsakendur myndu beina sjónum sínum að viðleitni leyniþjónusta Rússlands að „ganga frá þeim sem reyna að segja sannleikann um hvað sé að gerast í Rússlandi og Úkraínu“. Yfirmaður Mannréttindaráðs Rússlands sagði morðið vera „klára ögrun“ og sagði blóðuga glæpi vera orðna að venju í Úkraínu. Þá hefur RIA Novosti fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir þingmanninum Yevgeny Revenko að Úkraína væri að verða „hið hættulegasta land“ fyrir blaðamenn. Reuters bendir á að blaðamaðurinn Pavel Sheremet frá Hvíta-Rússlandi var myrtur með bílasprengju í Kænugarði fyrir tveimur árum. Hann hafði gagnrýnt yfirvöld Hvíta-Rússlands harðlega og var vinur rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov. Nemtsov var skotinn til bana skammt frá forsetahöll Rússlands í Moskvu í febrúar 2015. Þá var fyrrverandi rússneski þingmaðurinn Denis Voronenkov skotinn til bana í Kænugarði í mars í fyrra. Hann hafði flúið frá Rússlandi árið 2016 og var mikill gagnrýnandi ríkisstjórnar Rússlands. Úkraína Rússland Tengdar fréttir Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06 Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29 Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko var skotinn til bana í íbúð sinni í Kænugarði í Úkraínu í dag. Eiginkona hans fann hann í fjölbýlishúsi þeirra og var hann úrskurðaður látinn í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús. Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. Þá sagði Babchenko að honum hafði verið hótað dauða og hann óttaðist að vera fangelsaður. Lögreglan segir hann hafa verið skotinn margsinnis í bakið og er talið að morðingi hans hafi beðið í stigaganginum í húsi þeirra og skotið Babchenko þegar hann var á leið út í búð. Babchenko hafði þjónað í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Þegar lögreglustjóri Kænugarðs var spurður út í mögulega ástæðu morðsins benti hann fyrst og fremst á störf hans og sagðist telja Babchenko hafa verið myrtan vegna þeirra. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum. Úkraínskur þingmaður sagði á Facebook að rannsakendur myndu beina sjónum sínum að viðleitni leyniþjónusta Rússlands að „ganga frá þeim sem reyna að segja sannleikann um hvað sé að gerast í Rússlandi og Úkraínu“. Yfirmaður Mannréttindaráðs Rússlands sagði morðið vera „klára ögrun“ og sagði blóðuga glæpi vera orðna að venju í Úkraínu. Þá hefur RIA Novosti fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir þingmanninum Yevgeny Revenko að Úkraína væri að verða „hið hættulegasta land“ fyrir blaðamenn. Reuters bendir á að blaðamaðurinn Pavel Sheremet frá Hvíta-Rússlandi var myrtur með bílasprengju í Kænugarði fyrir tveimur árum. Hann hafði gagnrýnt yfirvöld Hvíta-Rússlands harðlega og var vinur rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsov. Nemtsov var skotinn til bana skammt frá forsetahöll Rússlands í Moskvu í febrúar 2015. Þá var fyrrverandi rússneski þingmaðurinn Denis Voronenkov skotinn til bana í Kænugarði í mars í fyrra. Hann hafði flúið frá Rússlandi árið 2016 og var mikill gagnrýnandi ríkisstjórnar Rússlands.
Úkraína Rússland Tengdar fréttir Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06 Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29 Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi Alexei Navalní var handtekinn við mótmæli gegn Vladímír Pútín fyrr í þessum mánuði. 15. maí 2018 15:06
Segja Glushkov hafa verið myrtan í London Lögreglan í London hefur hafið morðrannsókn vegna dauða rússneska flóttamannsins Nikolai Glushkov, sem fannst látinn á heimili sínu í byrjun vikunnar. 16. mars 2018 16:29
Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum 8. maí 2018 06:00