Erlent

Verða að vera kurteis við Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Emmanuel Macron og Justin Trudeau.
Emmanuel Macron og Justin Trudeau. Vísir/AP
Leiðtogar G7 ríkjanna verða að vera kurteisir við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á fundi þeirra í Kanada um helgina. Leiðtogarnir munu beita Trump þrýstingi vegna tolla sem hann hefur sett á innflutning málma frá Kanda og Evrópu en Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir kurteisi nauðsynlega til að fá Trump til að skipta um skoðun.

Macron, sem er staddur í Kanada, ræddi við fjölmiðla í dag, eftir að hann ræddi við Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og sagði að hin sex ríkin; Kanada, Ítalía, Japan, Bretland og Frakkland, væru öflug ríki sem gætu vel staðið á eigin fótum ef Trump ætli sér að draga Bandaríkin af alþjóðasviðinu.

Sjá einnig: Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja

„Í þessu umhverfi er umfram allt mikilvægt að vera kurteis, vera afkastamikill og reyna að sannfæra þá um að halda Bandaríkjunum um borð því Bandaríkin eru mikilvægir bandamenn okkar og við þurfum á þeim að halda,“ sagði Macron.

Trudeau hefur slegið á svipaða strengi og sagt að þjóðarleiðtogarnir munu gera Trump ljóst að þeir séu óánægðir en í senn vera kurteisir.


Tengdar fréttir

Trump vill ekki hitta leiðtoga G7 ríkja

Hann segir það sóun á tíma sínum í aðdraganda fundar hans og Kim Jong-un, þann 12. júní, og hann vill ekki láta þau lesa yfir sér.

Merkel býst við deilum á G7 fundi

Að mestu má rekja þessar áhyggjur hennar til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og skoðana hans á alþjóðaviðskiptum, loftlagsbreytingum og varnarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×