Erlent

Viðskiptastríð yfirvofandi eftir að Trump leggur verndartolla á ESB, Kanada og Mexíkó

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Trump forseti ásamt Wilbur Ross, viðskiptaráðherra sínum
Trump forseti ásamt Wilbur Ross, viðskiptaráðherra sínum Vísir/Getty
Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að leggja verndartoll á stál- og álinnflutning frá Evrópusambandinu, Mexíkó og Kanada. Fastlega má gera ráð fyrir mótaðgerðum og því má segja að viðskiptastríð sé hafið.Wilbur Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, er í París þar sem hann ræddi við evrópskra kollega sína í morgun. Þeir reyndu að afstýra þessari ákvörðun allt fram á síðustu stundu en höfðu ekki erindi sem erfiði.Ross segir að til að byrja með verði lagður 25% tollur á stál og 10% tollur á ál. Sú ákvörðun tekur gildi á miðnætti að staðartíma í Washington á morgun.Hann boðar frekari viðræður við fulltrúa Evrópusambandsins, Kanada og Mexíkó þar sem enn eigi eftir að leysa fleira mál tengd milliríkjaviðskiptum þeirra.Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna segja Trump stofna efnahagsbata fjölda ríkja í hættu með verndartollum sínum. Trump segist hins vegar ekki eiga annara kosta völ þar sem stál- og áliðnaðinum vestanhafs hafi lengi blætt vegna ósanngjarnrar samkeppni. Það grafi undan þjóðaröryggi Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.