Viðskipti erlent

Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur

Kjartan Kjartansson skrifar
Ríkisstjórn Trump vísaði til þjóðaröryggis þegar hún ákvað að leggja verndartolla á innflutt stál og ál.
Ríkisstjórn Trump vísaði til þjóðaröryggis þegar hún ákvað að leggja verndartolla á innflutt stál og ál. Vísir/EPA
Stjórnvöld í Mexíkó hafa ákveðið að leggja innflutningstolla á viskí, osta, stál og svínakjöt frá Bandaríkjunum. Tollarnir eru svar Mexíkó við ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að setja háa verndartolla á innflutt stál og ál frá helstu bandalagsríkjum sínum.Sérfræðingar hafa varað við viðskiptastríði í kjölfar ákvörðunar Trump. Leiðtogar Evrópu og Kanada hafa fordæmt hana og hótað að svara í sömu mynt. Í tilfelli Mexíkó og Kanada hefur Trump reynt að nota tollana sem skiptimynt í viðræðum ríkjanna þriggja um framtíð NAFTA-fríverslunarsamningsins.Mexíkósku tollunum er ætlað að bíta í heimaríkjunum nokkurra þingmanna repúblikana í Bandaríkjunum eins og Kentucky og Iowa fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember.Mexíkó er stærsti innflytjandi bandarísks svínakjöts, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Nú mun það bera 20% innflutningstoll. Þá ætla Mexíkóar að leggja 25% toll á ýmsar bandarískar stálvörur og 20-25% toll á ákveðna osta og viskítegundir.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,01
8
214.138
SIMINN
0,84
6
241.648
SYN
0,41
1
97
REITIR
0,2
1
509
ARION
0,14
12
114.562

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,82
5
22.388
KVIKA
-1,35
6
122.400
SKEL
-1,17
8
93.642
ICEAIR
-1,1
16
2.659
FESTI
-0,87
4
69.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.