Erlent

Vara Bandaríkin við viðskiptastríði

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna á fundinum í gær.
Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna á fundinum í gær. Vísir/Getty
Steven Mnuchin fjármálaráðherra Bandaríkjanna var harðlega gagnrýndur af fjármálaráðherrum annarra G7 ríkja í gær, aðallega vegna ákvörðunar Bandaríkjanna um að auka tolla á stál- og ál innflutning.Lokafundur ráðstefnu fjármálaráðherra G7, samtök stærstu iðnríkja heims, fór fram í Kanada í gær. Fjármálaráðherrar Kanada, Japans, Þýskalands, Frakklands, Bretlands og Ítalíu fordæmdu allir boðaða verndartolla bandarískra yfirvalda í sameiginlegri yfirlýsingu.Samkvæmt frétt BBC var Mnuchin beðinn um að skila því til Donalds Trump forseta Bandaríkjanna að ríkin sex væru vonsvikin með aðgerðirnar. Bruno Le Maire varaði Mnuchin við því að viðskiptastríð gæti hafist á næstu dögum, sjái Bandaríkin ekki að sér. Mjög heitar umræður sköpuðust á fundinum.Trump skrifaði á Twitter í gær að Bandaríkin hefðu verið rænd í viðskiptum sínum við önnur lönd, árum saman.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.