Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 06:22 John Bolton hefur talaði opinskátt um áhuga sinn á því að ráðast inn í Íran. Vísir/Getty Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Helstu ráðgjafar Bandaríkjaforseta hafa gefið í skyn að stjórnvöld í Washington muni halda áfram að þrýsta á bandamenn sína um að fylgja sér úr samningnum. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn.Fjölmörg evrópsk stórfyrirtæki hafa gert samninga fyrir tugmilljarða bandaríkjadala í Íran frá því að viðskiptaþvingununum var aflétt árið 2015. Má þar meðal annars nefna flugvélaframleiðandann Airbus, olíurisann Total og bílaframleiðendurna Renault, Peugeot og Volkswagen. John Bolton, helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í öryggismálum, áætlaði í samtali við bandaríska fjölmiðla í gærkvöld að Evrópumenn muni „fljótlega átta sig á því að það er þeim fyrir bestu að fylgja okkur.“Sjá einnig: Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við ÍranAðspurður hvort að orð hans þýddu að ríkisstjórn Trump íhugaði að setja viðskiptaþvinganir á þessi evrópsku fyrirtæki svaraði Bolton: „Það er mögulegt. Það ræðst af framgöngu annarra stjórnvalda.“ Viðskiptaþvinganirnar sem Bandaríkin settu á Íran eftir að þau sögðu sig úr kjarnorkusamningnum í síðustu viku eru víðtækar. Til að mynda geta bandarísk fyrirtæki ekki lengur stundað viðskipti í Íran og þá hefur þarlendum fyrirtækjum verið meinaður aðgangur að gjörvöllu fjármálakerfi Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrann Mike Pompeo sagði að sama skapi í samtali við fjölmiðla í gær að kjarnorkusamningurinn hafi gert Írönum kleift að fjármagna „hættulega starfsemi“ sína á undanförnum árum. Það er sama orðalag og Steve Mnuchin fjármálaráðherra notaði þegar hann kynnti nýju viðskiptaþvinganirnar á föstudag. Pompeo, rétt eins og Bolton, neitaði að útiloka viðskiptaþvinganir gegn evrópskum fyrirtækjum. Leiðtogar í Evrópu hafa gagnrýnt útgöngu Bandaríkjanna úr samningnum harðlega á síðustu dögum og hafa jafnframt heitið því að standa við skuldbindingar sínar. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að stunda viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið. Helstu ráðgjafar Bandaríkjaforseta hafa gefið í skyn að stjórnvöld í Washington muni halda áfram að þrýsta á bandamenn sína um að fylgja sér úr samningnum. Öll fastaríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og Evrópusambandið, komu að samkomulaginu um kjarnorkuáætlun Írans sem var undirritað fyrir þremur árum. Samkvæmt því átti að aflétta viðskiptaþvingunum gegn því að Íranir sýndu og sönnuðu að þeir hygðust ekki þróa kjarnavopn.Fjölmörg evrópsk stórfyrirtæki hafa gert samninga fyrir tugmilljarða bandaríkjadala í Íran frá því að viðskiptaþvingununum var aflétt árið 2015. Má þar meðal annars nefna flugvélaframleiðandann Airbus, olíurisann Total og bílaframleiðendurna Renault, Peugeot og Volkswagen. John Bolton, helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í öryggismálum, áætlaði í samtali við bandaríska fjölmiðla í gærkvöld að Evrópumenn muni „fljótlega átta sig á því að það er þeim fyrir bestu að fylgja okkur.“Sjá einnig: Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við ÍranAðspurður hvort að orð hans þýddu að ríkisstjórn Trump íhugaði að setja viðskiptaþvinganir á þessi evrópsku fyrirtæki svaraði Bolton: „Það er mögulegt. Það ræðst af framgöngu annarra stjórnvalda.“ Viðskiptaþvinganirnar sem Bandaríkin settu á Íran eftir að þau sögðu sig úr kjarnorkusamningnum í síðustu viku eru víðtækar. Til að mynda geta bandarísk fyrirtæki ekki lengur stundað viðskipti í Íran og þá hefur þarlendum fyrirtækjum verið meinaður aðgangur að gjörvöllu fjármálakerfi Bandaríkjanna. Utanríkisráðherrann Mike Pompeo sagði að sama skapi í samtali við fjölmiðla í gær að kjarnorkusamningurinn hafi gert Írönum kleift að fjármagna „hættulega starfsemi“ sína á undanförnum árum. Það er sama orðalag og Steve Mnuchin fjármálaráðherra notaði þegar hann kynnti nýju viðskiptaþvinganirnar á föstudag. Pompeo, rétt eins og Bolton, neitaði að útiloka viðskiptaþvinganir gegn evrópskum fyrirtækjum. Leiðtogar í Evrópu hafa gagnrýnt útgöngu Bandaríkjanna úr samningnum harðlega á síðustu dögum og hafa jafnframt heitið því að standa við skuldbindingar sínar.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. 11. maí 2018 06:29
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06
Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran. 11. maí 2018 08:54