Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2018 14:06 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið verulega harðorður í garð Íran og sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í vikunni. Samningurinn var gerður árið 2015 á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Þýskalands, Frakklands og Bretlands og lyfti hann viðskiptaþvingunum á Íran í skiptum fyrir að Íranir samþykktu takmarkanir á kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar Trump kynnti ákvörðun sína vísaði hann í gögn sem Ísraelar komu höndum yfir og sagði hann þau sýna fram á að leiðtogar Íran hefðu logið þegar þeir héldu því fram að þeir hefðu aldrei reynt að þróa kjarnorkuvopn. Hann minntist ekkert á þær niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna, Sameinuðu þjóðanna og eftirlitsaðila að Íran væri ekki að brjóta gegn samkomulaginu. Í kjölfar ákvörðunar sinnar varaði Trump Írani við því að hefja auðgun úrans aftur og sagði að slíkt myndi hafa alvarlegar afleiðingar.Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sínaEins og bent er á í umfjöllun Reuters hafa sérfræðingar ekki dregið uppruna gagnanna í efa en segja þau bæta litlu við það sem þegar var vitað um kjarnorkuvopnaáætlun Íran og að henni hafi verið hætt árið 2003. Síðan Trump sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hefur spenna á milli Íran og Ísrael aukist verulega. Nú í nótt skutu Íranir eldflaugum að Ísrael og svöruðu þeir árásunum með því að fara í einhverjar umfangsmestu aðgerðir ísraelska hersins í mörg ár. Leiðtogar fjölmargra ríkja hafa í dag kallað eftir því að dregið verði úr spennu á svæðinu og að Íranir og Ísraelsmenn haldi aftur af sér.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiJohn Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir Íraksstríðið og hefur hann lengi kallað eftir því að Bandaríkin felli ríkisstjórn Íran og þá jafnvel með innrás.Í kjölfar árása næturinnar sendi Hvíta húsið út tilkynningu þar sem Íranir voru gagnrýndir harðlega og lýstu Bandaríkin yfir eindregnum stuðningi við Ísrael. Árásir Írana voru sagðar óásættanlegar. Öryggissérfræðingar og fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við segja síðustu daga og vikur minna sig á aðdraganda Íraksstríðsins. Þá sérstaklega með tilliti til þess að yfirvöld Bandaríkjanna reiði sig á upplýsingar og gögn sem styðji þeirra málefni og hunsi aðrar upplýsingar. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við sögðu yfirvöld ekki vera að þrýsta á leyniþjónusturnar til að útvega gögn sem hentuðu málstað þeirra. Þess í stað væru stjórnvöld Trump alfarið að hunsa leyniþjónustusamfélagið. Innrás Bandaríkjanna er talin mjög svo ólíkleg en hin mikla spenna sem er á svæðinu gæti mögulega leitt til átaka við um Mið-Austurlönd. Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið verulega harðorður í garð Íran og sleit Bandaríkin frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða í vikunni. Samningurinn var gerður árið 2015 á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Þýskalands, Frakklands og Bretlands og lyfti hann viðskiptaþvingunum á Íran í skiptum fyrir að Íranir samþykktu takmarkanir á kjarnorkuáætlun ríkisins. Þegar Trump kynnti ákvörðun sína vísaði hann í gögn sem Ísraelar komu höndum yfir og sagði hann þau sýna fram á að leiðtogar Íran hefðu logið þegar þeir héldu því fram að þeir hefðu aldrei reynt að þróa kjarnorkuvopn. Hann minntist ekkert á þær niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna, Sameinuðu þjóðanna og eftirlitsaðila að Íran væri ekki að brjóta gegn samkomulaginu. Í kjölfar ákvörðunar sinnar varaði Trump Írani við því að hefja auðgun úrans aftur og sagði að slíkt myndi hafa alvarlegar afleiðingar.Sjá einnig: Segir Írani hafa logið um kjarnorkuvopnaáætlun sínaEins og bent er á í umfjöllun Reuters hafa sérfræðingar ekki dregið uppruna gagnanna í efa en segja þau bæta litlu við það sem þegar var vitað um kjarnorkuvopnaáætlun Íran og að henni hafi verið hætt árið 2003. Síðan Trump sleit Bandaríkin frá samkomulaginu hefur spenna á milli Íran og Ísrael aukist verulega. Nú í nótt skutu Íranir eldflaugum að Ísrael og svöruðu þeir árásunum með því að fara í einhverjar umfangsmestu aðgerðir ísraelska hersins í mörg ár. Leiðtogar fjölmargra ríkja hafa í dag kallað eftir því að dregið verði úr spennu á svæðinu og að Íranir og Ísraelsmenn haldi aftur af sér.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í SýrlandiJohn Bolton, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Trump, var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir Íraksstríðið og hefur hann lengi kallað eftir því að Bandaríkin felli ríkisstjórn Íran og þá jafnvel með innrás.Í kjölfar árása næturinnar sendi Hvíta húsið út tilkynningu þar sem Íranir voru gagnrýndir harðlega og lýstu Bandaríkin yfir eindregnum stuðningi við Ísrael. Árásir Írana voru sagðar óásættanlegar. Öryggissérfræðingar og fyrrverandi starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við segja síðustu daga og vikur minna sig á aðdraganda Íraksstríðsins. Þá sérstaklega með tilliti til þess að yfirvöld Bandaríkjanna reiði sig á upplýsingar og gögn sem styðji þeirra málefni og hunsi aðrar upplýsingar. Starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna sem Reuters ræddi við sögðu yfirvöld ekki vera að þrýsta á leyniþjónusturnar til að útvega gögn sem hentuðu málstað þeirra. Þess í stað væru stjórnvöld Trump alfarið að hunsa leyniþjónustusamfélagið. Innrás Bandaríkjanna er talin mjög svo ólíkleg en hin mikla spenna sem er á svæðinu gæti mögulega leitt til átaka við um Mið-Austurlönd.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira