Cambridge Analytica hættir starfsemi Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2018 19:14 Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að aðgerðir fyrirtækisins hafi verið lögmætar og í samræmi við þá staðla sem önnur slík fyrirtæki sem koma að stjórnmálum og auglýsingum starfi eftir. Vísir/AFP Fyrirtækið Cambridge Analytica hefur hætt starfsemi í kjölfar ásakana um misferli með persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að í kjölfar ósanngjarnar fjölmiðlaumfjöllunar hafi viðskiptavinir og birgjar fyrirtækisins slitið viðskiptum sínum við fyrirtækið og fregnir erlendis frá segja kostnaðarsamar lögsóknir hafa komið verulega niður á rekstri þess. Stephen Bannon, fyrrverandi kosningastjóri og ráðgjafi Donald Trump, var um tíma varaforseti fyrirtækisins. Fyrirtækið keypti umræddar upplýsingar með óheimilum hætti af utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann ætlaði að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Forsvarsmenn Cambridge Analytica segjast hafa keypt upplýsingarnar af prófessornum í góðri trú. Forstjóra fyrirtækisins, Alexander Nix, var sagt upp í kjölfar umfjöllunar Channel 4 í Bretlandi þar sem hann náðist á myndband segja Cambridge Analytica beita sér í kosningum um allan heim. Þeir gætu leitt stjórnmálamenn í gildrur með mútum og úkraínskum vændiskonum.Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að aðgerðir fyrirtækisins hafi verið lögmætar og í samræmi við þá staðla sem önnur slík fyrirtæki sem koma að stjórnmálum og auglýsingum starfi eftir. Fjölmiðlar eru sagðir hafa flutt rangar fregnir af fyrirtækinu og gert það að blóraböggli.Þá segir einnig að innri ransnókn hafi sýnt fram á að ásakanirnar gegn Cambridge Analytica hafi ekki verið sannleikanum samkvæmar. Donald Trump Tengdar fréttir Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Gagnapakki Cambridge Analytica stærri en áður var talið Nú segir Facebook að upplýsingar snúi að 87 milljónum notenda, sem flestir séu frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2018 20:36 Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Fyrirtækið Cambridge Analytica hefur hætt starfsemi í kjölfar ásakana um misferli með persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að í kjölfar ósanngjarnar fjölmiðlaumfjöllunar hafi viðskiptavinir og birgjar fyrirtækisins slitið viðskiptum sínum við fyrirtækið og fregnir erlendis frá segja kostnaðarsamar lögsóknir hafa komið verulega niður á rekstri þess. Stephen Bannon, fyrrverandi kosningastjóri og ráðgjafi Donald Trump, var um tíma varaforseti fyrirtækisins. Fyrirtækið keypti umræddar upplýsingar með óheimilum hætti af utanaðkomandi aðila sem sagði Facebook að hann ætlaði að safna gögnum fyrir rannsóknir. Aleksandr Kogan safnaði gögnunum meðal annars í gegnum snjalltækjaforritið thisisyourdigitallife. Hundruðum þúsunda aðila var greitt fyrir að nota forritið til að taka persónuleikapróf og var þeim sagt að gögnin yrðu notuð til rannsókna. Auk þess að taka upplýsingar þeirra sem tóku áðurnefnt persónuleikapróf safnaði forritið einnig upplýsingum Facebookvina þeirra. Samkvæmt reglum Facebook var Kogan þó óheimilt að selja upplýsingarnar eða nota þær í öðrum tilgangi. Forsvarsmenn Cambridge Analytica segjast hafa keypt upplýsingarnar af prófessornum í góðri trú. Forstjóra fyrirtækisins, Alexander Nix, var sagt upp í kjölfar umfjöllunar Channel 4 í Bretlandi þar sem hann náðist á myndband segja Cambridge Analytica beita sér í kosningum um allan heim. Þeir gætu leitt stjórnmálamenn í gildrur með mútum og úkraínskum vændiskonum.Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að aðgerðir fyrirtækisins hafi verið lögmætar og í samræmi við þá staðla sem önnur slík fyrirtæki sem koma að stjórnmálum og auglýsingum starfi eftir. Fjölmiðlar eru sagðir hafa flutt rangar fregnir af fyrirtækinu og gert það að blóraböggli.Þá segir einnig að innri ransnókn hafi sýnt fram á að ásakanirnar gegn Cambridge Analytica hafi ekki verið sannleikanum samkvæmar.
Donald Trump Tengdar fréttir Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56 Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26 Gagnapakki Cambridge Analytica stærri en áður var talið Nú segir Facebook að upplýsingar snúi að 87 milljónum notenda, sem flestir séu frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2018 20:36 Háðfuglarnir hakka þingmenn og Zuckerberg í sig Colberg og félagar í stuði. 12. apríl 2018 11:05 Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28 Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27 Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Treysta Facebook ekki til að fylgja lögum Facebook birti í dag auglýsingar í dagblöðum í Bandaríkjunum og í Bretlandi þar sem notendur voru beðnir afsökunar vegna máls Cambridge Analytica sem kom höndum yfir og notaði persónuupplýsingar um 50 milljóna notenda með óheiðarlegum hætti. 25. mars 2018 19:56
Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kaupendur pólitískra auglýsinga á Facebook á Bretlandi verða að gera grein fyrir því hver greiðir fyrir þær eftir breytingar sem verða gerðar á samfélagsmiðlinum á næstu vikum. 26. apríl 2018 13:26
Gagnapakki Cambridge Analytica stærri en áður var talið Nú segir Facebook að upplýsingar snúi að 87 milljónum notenda, sem flestir séu frá Bandaríkjunum. 4. apríl 2018 20:36
Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica. 11. apríl 2018 15:28
Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica Facebook hefur birt tól þar sem notendur geta komist að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 10. apríl 2018 16:27
Forveri Cambridge Analytica stærði sig af inngripum í erlendar kosningar Flest dæmin sem fyrirtækið nefndi í bæklingi áttu sér stað áður en bresk stjórnvöld veittu því nokkra verktakasamninga árið 2008. 25. mars 2018 08:19