Erlent

Upplýsingum um Zuckerberg sjálfan deilt með Cambridge Analytica

Hulda Hólmkelsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa
Zuckerberg hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur.
Zuckerberg hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur. Vísir/Getty
Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook varð sjálfur fyrir því að upplýsingum um hann var deilt með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica.

Þetta er meðal þess sem kom á fundi Zuckerberg með orku- og viðskiptamálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings þar sem hann svarar fyrir aðgerðir Faceboook þegar upplýsingum 87 milljóna notenda var deilt með Camrbidge Analytica.

Var hann spurður að þessu af Anna Eshoo, þingmanni demókrata frá Kaliforníu.

„Voru upplýsingar um þig í því sem var lekið til Cambridge Analytica,“ spurði Eshoo og svaraði Zuckerberg með einföldu já-i.

Er þetta annar dagurinn í röð þar sem Zuckerberg svarar spurningum þingmanna en í gær kom hann fyrir dómsmála- og viðskiptanefndir öldungadeildar þingsins í gær vegna sama máls.

Sagði Zuckerberg í gær að hann sæieinna mest eftir því að hafa ekki áttað sig fyrr á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Nú væri það hins vegar efst í forgangsröðinni að tryggja öryggi í þingkosningum sem haldnar verða í Bandaríkjunum á þessu ári.

Fylgjast má með yfirheyrslunum yfir Zuckerberg í beinni útsendingu hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×