Stefnir Trump fyrir meiðyrði Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2018 19:28 Storymy Daniels og Michael Avenatti. Vísir/AP Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir meiðyrði. Stefnan snýr sérstaklega að tísti forsetans um mynd af manni sem Daniels segir að hafi ógnað sér á árum áður. Hún segir manninn hafa ógnað sér og dóttur sinni árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Trump. Stormy Daniels, sem heitir í raun Stefanie Clifford, hefur haldið því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump árið 2006. Ári eftir að hann kvæntist Melaniu Trump og nokkrum mánuðum eftir að hún fæddi son þeirra.Sjá einnig: „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“Í umræddu tísti skrifaði Trump: „Skissa, mörgum árum seinna, af manni sem er ekki til. Algjör svikamylla, sem gerir fífl úr fölskum fjölmiðlum (en þeir vita það)!A sketch years later about a nonexistent man. A total con job, playing the Fake News Media for Fools (but they know it)! https://t.co/9Is7mHBFda — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Í stefnunni segir að tístið sé rangt og feli í sér meiðyrði. Þar segir einnig að forsetinn hafi vitað að þessi ranga yfirlýsing yrði lesin víða um heim og gerð skil í fjölmiðlum. Þar að auki segir að Daniels hafi borist morðhótanir og henni hafi einnig verið hótað líkamlegu ofbeldi í kjölfar tístsins. Michael Avenatti, lögmaður Daniels, tilkynnti stefnuna á Twitter í dag og sagði hann að Trump vissi vel hvað hefði gerst og að hann væri meðsekur.Moments ago, we filed this lawsuit against Mr. Trump for his recent irresponsible and defamatory statements about my client @stormydaniels. He is well aware of what transpired and his complicity. We fully intend on bringing it to light. #buckleup#bastahttps://t.co/ZuBjI1EY9z — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) April 30, 2018 AP fréttaveitan hefur þar að auki eftir Avenatti að hann vilji kenna Trump að hann geti ekki skáldað hluti og talað illa um fólk án alvarlegra afleiðinga.Daniels og Avinatti hafa einnig höfðað mál gegn Trump til að fá þagnarsamkomulag um hið meinta framhjáhald fellt niður. Michael Cohen, lögmaður Trump, hefur viðurkennt að hafa greitt Daniels 130 þúsund dali úr eigin vasa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 en hann hefur ekki viljað segja af hverju, að öðru leyti en að um einkaviðskipti hafi verið að ræða. Umrædd greiðsla er nú til rannsóknar hjá kosningayfirvöldum Bandaríkjanna þar sem að um greiðslu til framboðs Trump gæti hafa verið að ræða. 130 þúsund dalir er mun meira en löglegt er að leggja til framboðs. Þar að auki hefur Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) gert húsleit á heimili og skrifstofu Cohen þar sem meðal annars var verið að leita að upplýsingum um greiðsluna. Daniels er ekki eina konan sem hefur stefnt Trump. Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í sjónvarpsþætti Trump (The Apprentice), hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Hún stefndi honum fyrir meiðyrði eftir að hann sagði ásakanir hennar vera tilbúning. Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Klámleikkonan Stormy Daniels, hefur stefnt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir meiðyrði. Stefnan snýr sérstaklega að tísti forsetans um mynd af manni sem Daniels segir að hafi ógnað sér á árum áður. Hún segir manninn hafa ógnað sér og dóttur sinni árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Trump. Stormy Daniels, sem heitir í raun Stefanie Clifford, hefur haldið því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump árið 2006. Ári eftir að hann kvæntist Melaniu Trump og nokkrum mánuðum eftir að hún fæddi son þeirra.Sjá einnig: „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“Í umræddu tísti skrifaði Trump: „Skissa, mörgum árum seinna, af manni sem er ekki til. Algjör svikamylla, sem gerir fífl úr fölskum fjölmiðlum (en þeir vita það)!A sketch years later about a nonexistent man. A total con job, playing the Fake News Media for Fools (but they know it)! https://t.co/9Is7mHBFda — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Í stefnunni segir að tístið sé rangt og feli í sér meiðyrði. Þar segir einnig að forsetinn hafi vitað að þessi ranga yfirlýsing yrði lesin víða um heim og gerð skil í fjölmiðlum. Þar að auki segir að Daniels hafi borist morðhótanir og henni hafi einnig verið hótað líkamlegu ofbeldi í kjölfar tístsins. Michael Avenatti, lögmaður Daniels, tilkynnti stefnuna á Twitter í dag og sagði hann að Trump vissi vel hvað hefði gerst og að hann væri meðsekur.Moments ago, we filed this lawsuit against Mr. Trump for his recent irresponsible and defamatory statements about my client @stormydaniels. He is well aware of what transpired and his complicity. We fully intend on bringing it to light. #buckleup#bastahttps://t.co/ZuBjI1EY9z — Michael Avenatti (@MichaelAvenatti) April 30, 2018 AP fréttaveitan hefur þar að auki eftir Avenatti að hann vilji kenna Trump að hann geti ekki skáldað hluti og talað illa um fólk án alvarlegra afleiðinga.Daniels og Avinatti hafa einnig höfðað mál gegn Trump til að fá þagnarsamkomulag um hið meinta framhjáhald fellt niður. Michael Cohen, lögmaður Trump, hefur viðurkennt að hafa greitt Daniels 130 þúsund dali úr eigin vasa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 en hann hefur ekki viljað segja af hverju, að öðru leyti en að um einkaviðskipti hafi verið að ræða. Umrædd greiðsla er nú til rannsóknar hjá kosningayfirvöldum Bandaríkjanna þar sem að um greiðslu til framboðs Trump gæti hafa verið að ræða. 130 þúsund dalir er mun meira en löglegt er að leggja til framboðs. Þar að auki hefur Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) gert húsleit á heimili og skrifstofu Cohen þar sem meðal annars var verið að leita að upplýsingum um greiðsluna. Daniels er ekki eina konan sem hefur stefnt Trump. Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í sjónvarpsþætti Trump (The Apprentice), hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Hún stefndi honum fyrir meiðyrði eftir að hann sagði ásakanir hennar vera tilbúning.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33 FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Trump þvertekur fyrir frásögn Stormy Daniels Hvíta húsið þvertekur fyrir það að Donald Trump, forseti Bandaríkjannam, hafi átt í ástarsambandi við klámstjörnuna Stormy Daniels. 26. mars 2018 22:33
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50
Lögmaður Trump neitar að bera vitni Í ljósi rannsóknar alríkislögreglunnar FBI vill lögmaðurinn ekki þurfa að bera vitni sem gæti bendlað hann við glæp í einkamáli klámmyndaleikkona gegn honum. 26. apríl 2018 12:10
Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22