Erlent

Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu

Kjartan Kjartansson skrifar
Trump var á leið heim með forsetaflugvélinni frá fundi í Vestur-Virginíu þegar hann svaraði nokkrum spurningum fréttamanns um mál klámmyndaleikkonunnar.
Trump var á leið heim með forsetaflugvélinni frá fundi í Vestur-Virginíu þegar hann svaraði nokkrum spurningum fréttamanns um mál klámmyndaleikkonunnar. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði í gær að hafi vitað af 130.000 dollara greiðslu til klámleikkonunnar Stephanie Clifford sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Þetta er í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um málið opinberlega.

Fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni spurðu forsetann út í greiðslu sem Clifford fékk gegn því að hún þegði um ástarsamband sem hún segist hafa átt í við Trump fyrir tólf árum. Lögmaður Trump segist hafa greitt Clifford úr eigin vasa rétt fyrir kosningarnar árið 2016.

Trump neitaði því að hafa vitað af greiðslunni og vísaði á lögmanninn, Michael Cohen, um hvers vegna hann hefði greitt Clifford.

Clifford stendur nú í málaferlum til þess að losna undan þagmælskusamningnum sem hún gerði við Cohen, meðal annars á þeim forsendum að Trump hafi aldrei skrifað undir hann. Michael Avenatti, lögmaður Clifford, þakkaði Trump fyrir ummæli sín á Twitter í gær því þau styrktu málatilbúnað skjólstæðings hans.

Forsetinn sagðist jafnframt ekki vita hvaðan féð til að greiða Clifford kom. Þá hunsaði hann spurningu um hvort hann hefði einhvern tímann komið á fót sjóði til að Cohen gæti tekið á málum sem þessum, að því er segir í frétt New York Times.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×